Minnst 55 látnir í átökum á Indlandi og 260 á sjúkrahúsi Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2023 10:51 Hópur fólks sem tilheyrir Meitei kom saman í Nýju-Delí í gær og kölluðu eftir því að ofbeldinu í Manipur myndi linna. Hindustan Times/Vipin Kumar/Getty Minnst 55 hafa látist í átökum í fylkinu Manipur í Indlandi og 260 til viðbótar lagðir inn á sjúkrahús eftir að átök brutust út milli Kuki og Meitei þjóðarbrotanna fyrr í þessari viku. Hóparnir hafa átt í hörðum bardögum á götum fylkishöfuðborgarinnar Imphal og sýnir myndefni svartan reyk frá bifreiðum og byggingum sem standa í ljósum logum. CNN hefur eftir stjórnendum spítala í borginni að alvarleg skotsár séu algengust meðal sjúklinga og þá séu margir með áverka á höfði eftir að hafa verið barðir með kylfum. Hermenn hafa verið sendir út á götur borgarinnar og stjórnvöld hyggjast loka fyrir netaðgang íbúa á svæðinu í fimm daga. Vilja fá viðurkenningu stjórnvalda Átökin milli þjóðarbrotanna hófust á þriðjudag þegar þúsundir mótmæltu því að til greina kæmi að Meitei þjóðarbrotið, sem samanstendur af tæpum meirihluta íbúa í Manipur, yrði viðurkennt sem formlegur ættflokkur af indverskum stjórnvöldum samkvæmt skilgreiningu stjórnarskrár. Fulltrúar Meitei hafa í fjölda ára barist fyrir því að hljóta þessa skilgreiningu á þeim grundvelli að hún myndi meðal annars veita þeim aukinn aðgang að heilbrigðisþjónustu, tækifærum í menntun og opinberum störfum. An internet blackout has reportedly been imposed in India s Manipur state after homes belonging to tribal villagers were set on fire.The violence followed a protest by tribal groups against special status being given to the majority Meitei community in the BJP-ruled state pic.twitter.com/PCIUT0hyUJ— Al Jazeera English (@AJEnglish) May 4, 2023 Andstæðingar óttast að það verði erfiðara fyrir fólk sem tilheyri öðrum ættflokkum að fá störf og annan stuðning ef Meitei þjóðarbrotið hlýtur þessa viðurkenningu stjórnvalda. Ættflokkar á borð við Meitei hafa þurft að þola margskonar mismunun í Indlandi í gegnum tíðina sem hefur skilað sér í lakari efnahags- og þjóðfélagslegri stöðu. Hefur þeim til að mynda reglulega verið neitað um menntun og atvinnutækifæri. Indland Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
CNN hefur eftir stjórnendum spítala í borginni að alvarleg skotsár séu algengust meðal sjúklinga og þá séu margir með áverka á höfði eftir að hafa verið barðir með kylfum. Hermenn hafa verið sendir út á götur borgarinnar og stjórnvöld hyggjast loka fyrir netaðgang íbúa á svæðinu í fimm daga. Vilja fá viðurkenningu stjórnvalda Átökin milli þjóðarbrotanna hófust á þriðjudag þegar þúsundir mótmæltu því að til greina kæmi að Meitei þjóðarbrotið, sem samanstendur af tæpum meirihluta íbúa í Manipur, yrði viðurkennt sem formlegur ættflokkur af indverskum stjórnvöldum samkvæmt skilgreiningu stjórnarskrár. Fulltrúar Meitei hafa í fjölda ára barist fyrir því að hljóta þessa skilgreiningu á þeim grundvelli að hún myndi meðal annars veita þeim aukinn aðgang að heilbrigðisþjónustu, tækifærum í menntun og opinberum störfum. An internet blackout has reportedly been imposed in India s Manipur state after homes belonging to tribal villagers were set on fire.The violence followed a protest by tribal groups against special status being given to the majority Meitei community in the BJP-ruled state pic.twitter.com/PCIUT0hyUJ— Al Jazeera English (@AJEnglish) May 4, 2023 Andstæðingar óttast að það verði erfiðara fyrir fólk sem tilheyri öðrum ættflokkum að fá störf og annan stuðning ef Meitei þjóðarbrotið hlýtur þessa viðurkenningu stjórnvalda. Ættflokkar á borð við Meitei hafa þurft að þola margskonar mismunun í Indlandi í gegnum tíðina sem hefur skilað sér í lakari efnahags- og þjóðfélagslegri stöðu. Hefur þeim til að mynda reglulega verið neitað um menntun og atvinnutækifæri.
Indland Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira