Þórsarar voru sterkari aðilinn í leiknum og á 17. mínútu kom Marc Rochester Sörensen heimamönnum yfir, 1-0.
Þannig stóðu leikar allt þar til skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks, nánar tiltekið á 43. mínútu þegar að Bjarki Þór Viðarsson, leikmaður Þórs, varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net.
Staðan orðin 1-1 og þannig stóðu leikar þegar dómari leiksins, Gunnar Oddur Hafliðason flautaði til hálfleiks.
Á 59. mínútu fékk Benedikt Warén, leikmaður Vestra sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Vestramenn þurfti því að leika einum manni færri og Þórsarar gengu á lagið.
Á 73. mínútu kom sigurmark leiksins. Það skoraði Bjarni Guðjón Brynjólfsson, leikmaður Þórs með laglegum skalla sem Rafael Broetto í marki Vestra réði ekkert við.
Þórsarar því með fullt hús stiga eftir fyrstu umferðina. Þéir halda til Mosfellsbæjar í næstu umferð og mæta þar heimamönnum í Aftureldingu á meðan að Vestri tekur á móti ÍA á Ísafirði.