Íslenski boltinn

Örvar bestur í Bestu deildinni í apríl

Aron Guðmundsson skrifar
Örvar í nágrannaslag HK og Breiðabliks í fyrstu umferð Bestu deildar karla
Örvar í nágrannaslag HK og Breiðabliks í fyrstu umferð Bestu deildar karla

Les­endur Vísis völdu Örvar Eggerts­son, sóknar­mann HK, besta leik­mann Bestu deildar karla í apríl­mánuði. Greint var frá valinu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær­kvöldi.

Örvar var potturinn og pannan í frá­bærri byrjun HK-inga í Bestu deildinni og skoraði hann meðal annars fjögur mörk í apríl einum saman.

HK hefur farið afar vel af stað í Bestu deildinni, liðið hefur unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum sínum og er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 10 stig. Að­eins Víkingur Reykja­vík og Valur geta státað sig af betri stiga­söfnun í apríl.

Les­endur Vísis gátu valið úr sex til­nefningum í kosningunni um besta leik­mann Bestu deildarinnar fyrir apríl­mánuð en það voru sér­fræðingar Stúkunnar sem völdu þá sex leik­menn sem taldir voru hafa skarað fram úr í apríl.


Tengdar fréttir

„Hlaut að koma að því að maður færi að skora“

„Ég var í handbolta og frjálsum en var aldrei 100 prósent eins og í fótboltanum. Ég er sjöfaldur Íslandsmeistari og þrefaldur bikarmeistari með FH í yngri flokkum í handbolta en hætti árið 2016,“ segir Örvar Eggertsson, hinn 24 ára gamli kantmaður HK, sem hefur byrjað sumarið með látum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×