Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. maí 2023 07:23 Trump hefur neitað því að hafa nauðgað Carroll. AP/Sue Ogrocki Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. Trump neitaði að mæta í dómsal til að svara spurningum. Í skýrslutökunum sagði Trump ásakanir E Jean Carroll um að hann hafði nauðgað henni í verslun í New York „fáránlegar“. Hann sagðist aðspurður ekki muna hvenær hann hefði verið giftur hvaða eiginkonu sinni en að hann gæti komist að því. Þá svaraði hann: „Ég veit það ekki,“ þegar hann var spurður að því hvort hann hefði stundað framhjáhald. Trump sagðist afar sjaldan hafa lagt leið sína í Bergdorf Goodman, verslunina þar sem nauðgunin er sögð hafa átt sér stað. „Þetta er fáránleg, ógeðsleg saga. Þetta er bara uppspuni,“ sagði hann um ásakanir Carroll. Það náðist aðeins að spila hluta af upptökunum í gær en restin verður spiluð í dag. Fyrr um daginn hlýddi kviðdómurinn á vitnisburð Natöshu Stoynoff, blaðamanns hjá tímaritinu People, sem sagði að Trump hefði ýtt henni upp að vegg og kysst hana gegn vilja hennar í Mar-a-Lago árið 2005. Hún hafði ferðast þangað til að skrifa grein um fyrsta brúðkaupsafmæli hans og Melaniu Trump. Stoynoff lýsti því hvernig hún reyndi að ýta Trump frá sér en hann hefði þrýst sér upp við hana og kysst hana. Hann hefði hætt þegar aðstoðarmaður hans gekk inn í herbergið. Að sögn Stoynoff reyndi Trump síðar að fá hana til að sofa hjá sér og sagði kynlífið myndu verða „best“. Að sögn blaðamannsins upplifði hún mikla skömm og niðurlægingu og fór þess á leit við ritstjóra sinn að þurfa ekki að skrifa meira um Trump. Kviðdómurinn hlustaði einnig á fræga upptöku þar sem Trump segist „sjálfkrafa“ dragast að fallegum konum. „Ég byrja bara að kyssa þær; eins og segull. Bara kyssa. Ég bíð ekki einu sinni,“ segir hann á upptökunni. „Og þegar þú ert stjarna, þá leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Trump neitaði að mæta í dómsal til að svara spurningum. Í skýrslutökunum sagði Trump ásakanir E Jean Carroll um að hann hafði nauðgað henni í verslun í New York „fáránlegar“. Hann sagðist aðspurður ekki muna hvenær hann hefði verið giftur hvaða eiginkonu sinni en að hann gæti komist að því. Þá svaraði hann: „Ég veit það ekki,“ þegar hann var spurður að því hvort hann hefði stundað framhjáhald. Trump sagðist afar sjaldan hafa lagt leið sína í Bergdorf Goodman, verslunina þar sem nauðgunin er sögð hafa átt sér stað. „Þetta er fáránleg, ógeðsleg saga. Þetta er bara uppspuni,“ sagði hann um ásakanir Carroll. Það náðist aðeins að spila hluta af upptökunum í gær en restin verður spiluð í dag. Fyrr um daginn hlýddi kviðdómurinn á vitnisburð Natöshu Stoynoff, blaðamanns hjá tímaritinu People, sem sagði að Trump hefði ýtt henni upp að vegg og kysst hana gegn vilja hennar í Mar-a-Lago árið 2005. Hún hafði ferðast þangað til að skrifa grein um fyrsta brúðkaupsafmæli hans og Melaniu Trump. Stoynoff lýsti því hvernig hún reyndi að ýta Trump frá sér en hann hefði þrýst sér upp við hana og kysst hana. Hann hefði hætt þegar aðstoðarmaður hans gekk inn í herbergið. Að sögn Stoynoff reyndi Trump síðar að fá hana til að sofa hjá sér og sagði kynlífið myndu verða „best“. Að sögn blaðamannsins upplifði hún mikla skömm og niðurlægingu og fór þess á leit við ritstjóra sinn að þurfa ekki að skrifa meira um Trump. Kviðdómurinn hlustaði einnig á fræga upptöku þar sem Trump segist „sjálfkrafa“ dragast að fallegum konum. „Ég byrja bara að kyssa þær; eins og segull. Bara kyssa. Ég bíð ekki einu sinni,“ segir hann á upptökunni. „Og þegar þú ert stjarna, þá leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira