Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2023 08:43 Handritshöfundar með kröfuspjöld við Paramount-kvikmyndaverið í síðasta verkfalli þeirra árið 2007. Það verkfall stóð yfir í hundrað daga fram á árið 2008 og hafði mikil áhrif á sjónvarpsþætti og kvikmyndir. AP/Nick Ut Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. Verkfall handritshöfunda í Rithöfundafélagi Bandaríkjanna (WGA) er það fyrsta í fimmtán ár. Viðræður handritshöfunda við Bandalag kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda (AMPTP) fóru út um þúfur og rann kjarasamningur þeirra út á miðnætti að bandarískum tíma í nótt. Í kjölfarið sendi félagið út þau skilaboð til félagsmanna að hætta öllum handritaskrifum. Deilan snýst um greiðslur til handritshöfunda á tímum streymisveita. Handritshöfundar eru óánægðir með kjör sín og ósáttir við fækkun í stéttinni. Mun fleiri sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir séu nú framleiddar en áður vegna streymisveitna en handritshöfundar fái minna í aðra hönd og séu undir meira álagi. WGA segir að handritshöfundar þátta streymisveitna fái allt að helmingi minna greitt en þeir sem starfa fyrir gömlu sjónvarpsstöðvarnar. Skemmtiþættir fyrstu fórnarlömbin AP-fréttastofan segir að áhrifa verkfallsins gæti fyrst í skemmtiþáttum og „Saturday Night Live“. Búist er við að framleiðsla þeirra stöðvist strax. Dragist verkfallið fram á sumar gæti haustdagskrá sjónvarpsstöðva raskast. Ekki er leyfilegt að gera breytingar á handriti kvikmynda og þátta sem eru þegar í framleiðslu. Í síðasta stóra verkfalli handritshöfunda frá 2007 til 2008 kom þetta verulega niður á gæðum mynda sem voru í framleiðslu. Daniel Craig, enski leikarinn sem leikur James Bond, sagði að Bond-myndinni „Quantum of Solace“ hafi verið flýtt í framleiðslu með þunnu handriti sem ekki mátti svo lagfæra á tökutímanum. „Ég var þarna að reyna að endurskrifa atriði og ég er alls enginn handritshöfundur,“ sagði Craig um þá reynslu. Verkföll handritshöfunda hafa dregist á langinn í gegnum tíðina. Það sem hófst árið 2007 stóð yfir í hundrað daga en árið 1988 þögnuðu ritvélarnar í 153 daga. Til að bæta gráu ofan á svart eru samningar leikstjóra og leikara lausir í júní. Viðræður þeirra við framleiðendur eiga að hefjast í þessum mánuði. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Kjaramál Hollywood Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Verkfall handritshöfunda í Rithöfundafélagi Bandaríkjanna (WGA) er það fyrsta í fimmtán ár. Viðræður handritshöfunda við Bandalag kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda (AMPTP) fóru út um þúfur og rann kjarasamningur þeirra út á miðnætti að bandarískum tíma í nótt. Í kjölfarið sendi félagið út þau skilaboð til félagsmanna að hætta öllum handritaskrifum. Deilan snýst um greiðslur til handritshöfunda á tímum streymisveita. Handritshöfundar eru óánægðir með kjör sín og ósáttir við fækkun í stéttinni. Mun fleiri sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir séu nú framleiddar en áður vegna streymisveitna en handritshöfundar fái minna í aðra hönd og séu undir meira álagi. WGA segir að handritshöfundar þátta streymisveitna fái allt að helmingi minna greitt en þeir sem starfa fyrir gömlu sjónvarpsstöðvarnar. Skemmtiþættir fyrstu fórnarlömbin AP-fréttastofan segir að áhrifa verkfallsins gæti fyrst í skemmtiþáttum og „Saturday Night Live“. Búist er við að framleiðsla þeirra stöðvist strax. Dragist verkfallið fram á sumar gæti haustdagskrá sjónvarpsstöðva raskast. Ekki er leyfilegt að gera breytingar á handriti kvikmynda og þátta sem eru þegar í framleiðslu. Í síðasta stóra verkfalli handritshöfunda frá 2007 til 2008 kom þetta verulega niður á gæðum mynda sem voru í framleiðslu. Daniel Craig, enski leikarinn sem leikur James Bond, sagði að Bond-myndinni „Quantum of Solace“ hafi verið flýtt í framleiðslu með þunnu handriti sem ekki mátti svo lagfæra á tökutímanum. „Ég var þarna að reyna að endurskrifa atriði og ég er alls enginn handritshöfundur,“ sagði Craig um þá reynslu. Verkföll handritshöfunda hafa dregist á langinn í gegnum tíðina. Það sem hófst árið 2007 stóð yfir í hundrað daga en árið 1988 þögnuðu ritvélarnar í 153 daga. Til að bæta gráu ofan á svart eru samningar leikstjóra og leikara lausir í júní. Viðræður þeirra við framleiðendur eiga að hefjast í þessum mánuði.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Kjaramál Hollywood Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira