Erlent

Ellefu látnir eftir gas­leka

Bjarki Sigurðsson skrifar
Viðbragðsaðilar á leið inn á svæðið þar sem lekinn er.
Viðbragðsaðilar á leið inn á svæðið þar sem lekinn er. AP

Ellefu manns hafa látið lífið í borginni Ludhiana í norðurhluta Indlands eftir það sem talið er að sé gasleki. Uppruni lekans er yfirvöldum enn óljós. 

Búið er að takmarka aðgengi að svæðinu þar sem talið er að lekinn hafi orðið. Fólk sem búsett var á því svæði hefur kvartað undan öndunarerfiðleikum eftir lekann en ellefu hafa látið lífið. Fundust flest þeirra meðvitundarlaus á heimilum sínum.

Þrátt fyrir að ekkert sé staðfest um uppruna lekans er talið að hann hafi komið úr ræsinu. Verið er að safna sýnum á svæðinu til að fá það staðfest.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×