Eyddi þrettán mínútum í markspyrnur gegn Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2023 07:01 Þrívegis ræddi dómarinn við Bazunu í leiknum sem um er ræðir en aldrei fékk hann spjald. Julian Finney/Getty Images Gavin Bazunu, markvörður Southampton eyddi þrettán mínútum í að taka markspyrnur i 3-3 jafnteflinu gegn Arsenal þegar liðin mættust á dögunum. Þá tekur Nick Pope, markvörður Newcastle United, að meðaltali 37 sekúndur í hverja markspyrnu. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Opta Analyst þar sem farið er yfir hversu mikið boltinn er að meðaltali í leik í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Farið yfir alla leiki tímabilsins til þessa og hversu mikinn tíma markverðir taka í markspyrnur, hversu mikinn tíma lið taka í föst leikatriði og þar fram eftir götunum. A Guide to PL Time-Wasting Time-wasting or game management? However you define it, we can see who does it most. Newcastle take 37 secs per goalkick, more than 3 secs longer than any other team Bazunu burned 13 mins while taking goalkicks v ArsenalMore insights — Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 26, 2023 Í skýrslunni sem Opta Analyst gaf frá sér nýverið kom fram að þrívegis hafa markverðir eytt meira en tíu mínútum í markspyrnur. Bazunu eyddi að meðaltali 43,7 sekúndum í hverja af sínum 18 markspyrnum gegn Arsenal. Alls tók hann 13 mínútur og 6 sekúndur af klukkunni í leik þar sem Southampton náði í ólíklegt stig. Arsenal getur þó ekki kvartað þar sem Aaron Ramsdale gerði nákvæmlega það sama gegn Liverpool þegar Skytturnar heimsóttu Anfield. Þá tók Ramsdale raunar 57 sekúndur í hverja markspyrnu sína en alls tók hann 10 slíkar í leiknum. Ramsdale varði nokkrum sinnum meistaralega gegn Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Einnig kemur fram í greininni að meðaltali er boltinn í leik í 54 mínútur og 46 sekúndur af þeim 90 mínútum – plús uppbótartíma – sem fótboltaleikur er. Aldrei hefur boltinn verið jafn lítið í leik síðan mælingar hófust tímabilið 2012-13. Það var ekki að ástæðulausu að boðið var upp á einstaklega langan uppbótartíma á HM sem fram fór í Katar undir lok síðasta árs. Þar var leikurinn að meðaltali 110 mínútur og 23 sekúndur. Þá var boltinn þremur mínútum og 18 sekúndum lengur í leik á HM en í ensku úrvalsdeildinni. Hvort enska úrvalsdeildin fari sömu leið og FIFA eða finni aðra leið til að koma í veg fyrir tímaeyðslu kemur eflaust í ljós næsta haust. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Opta Analyst þar sem farið er yfir hversu mikið boltinn er að meðaltali í leik í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Farið yfir alla leiki tímabilsins til þessa og hversu mikinn tíma markverðir taka í markspyrnur, hversu mikinn tíma lið taka í föst leikatriði og þar fram eftir götunum. A Guide to PL Time-Wasting Time-wasting or game management? However you define it, we can see who does it most. Newcastle take 37 secs per goalkick, more than 3 secs longer than any other team Bazunu burned 13 mins while taking goalkicks v ArsenalMore insights — Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 26, 2023 Í skýrslunni sem Opta Analyst gaf frá sér nýverið kom fram að þrívegis hafa markverðir eytt meira en tíu mínútum í markspyrnur. Bazunu eyddi að meðaltali 43,7 sekúndum í hverja af sínum 18 markspyrnum gegn Arsenal. Alls tók hann 13 mínútur og 6 sekúndur af klukkunni í leik þar sem Southampton náði í ólíklegt stig. Arsenal getur þó ekki kvartað þar sem Aaron Ramsdale gerði nákvæmlega það sama gegn Liverpool þegar Skytturnar heimsóttu Anfield. Þá tók Ramsdale raunar 57 sekúndur í hverja markspyrnu sína en alls tók hann 10 slíkar í leiknum. Ramsdale varði nokkrum sinnum meistaralega gegn Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Einnig kemur fram í greininni að meðaltali er boltinn í leik í 54 mínútur og 46 sekúndur af þeim 90 mínútum – plús uppbótartíma – sem fótboltaleikur er. Aldrei hefur boltinn verið jafn lítið í leik síðan mælingar hófust tímabilið 2012-13. Það var ekki að ástæðulausu að boðið var upp á einstaklega langan uppbótartíma á HM sem fram fór í Katar undir lok síðasta árs. Þar var leikurinn að meðaltali 110 mínútur og 23 sekúndur. Þá var boltinn þremur mínútum og 18 sekúndum lengur í leik á HM en í ensku úrvalsdeildinni. Hvort enska úrvalsdeildin fari sömu leið og FIFA eða finni aðra leið til að koma í veg fyrir tímaeyðslu kemur eflaust í ljós næsta haust.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira