Spurðu Guardiola að því hvernig sé hægt að stoppa Haaland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 15:00 Pep Guardiola fagnar með Erling Haland eftir að sá norski hafði átt enn einn markadaginn. MB Media/Getty Images Manchester City tekur á móti Arsenal í kvöld í óbeinum úrslitaleik um enska meistaratitilinn. Arsenal er með fimm stiga forystu á City en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki inni og því með málin í sínum höndum. Norðmenn hafa sérstakan áhuga á leiknum enda norskar stórstjörnur í aðalhlutverki í liðunum tveimur. Martin Ödegaard er fyrirliði Arsenal og Erling Haaland er langmarkahæsti leikmaður Manchester City og ensku úrvalsdeildarinnar. Ödegaard er með 12 mörk og 7 stoðsendingar í 31 deildarleik á leiktíðinni en Haaland er með 32 mörk og 5 stoðsendingar í 28 deildarleik. Haaland er á leiðinni að slá flest met í boði á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og það eru margir knattspyrnustjórar því að velta því fyrir sér hvernig sé hægt að stoppa hann. "How would you stop him?" Pep Guardiola gives Mikel Arteta some advice on how to stop Erling Haaland #MCIARS pic.twitter.com/svU30sFywL— The Sun Football (@TheSunFootball) April 25, 2023 Sá sem þarf ekki að hafa áhyggjur af því er Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man. City en á blaðamannafundi fyrir leikinn fékk Guardiola sérstaka spurningu frá fréttamanni NRK. „Hvernig er hægt að stoppa leikmann eins og Erling Haaland,“ spurði norski fjölmiðlamaðurinn. „Miðað við það sem hann hefur sýnt á sínum ferli, ekki bara hér, þá skil ég það vel að það er mjög erfitt. Ég tel samt sem lið, að þú þarft að reyna þitt besta í að koma í veg fyrir að hann komist í takt við leikinn og fái sem minnst boltann,“ sagði Pep Guardiola. Pep rifjaði upp hvernig það var að mæta Haaland þegar sá norski spilaði með Borussaa Dortmund. „Það reyndum við að vera með boltann í 70-80 prósent leiktímans. Þú verður að reyna að halda boltanum sem mest innan þíns liðs. Leikurinn á móti Arsemal verður leikur uppfullur af hröðum sóknum og tæklingum. Markmið er að spila agressífan leik með maður á mann vörn út um allan völl. Þá er markvörðurinn sá eini sem er laus. Það verður samt erfitt,“ sagði Guardiola. "We're really impressed by how he behaves, how his mood is, and the way he lives his life."Pep Guardiola gives an insight into the character of Erling Haaland pic.twitter.com/OO3OJVofgK— Football Daily (@footballdaily) April 25, 2023 Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
Arsenal er með fimm stiga forystu á City en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki inni og því með málin í sínum höndum. Norðmenn hafa sérstakan áhuga á leiknum enda norskar stórstjörnur í aðalhlutverki í liðunum tveimur. Martin Ödegaard er fyrirliði Arsenal og Erling Haaland er langmarkahæsti leikmaður Manchester City og ensku úrvalsdeildarinnar. Ödegaard er með 12 mörk og 7 stoðsendingar í 31 deildarleik á leiktíðinni en Haaland er með 32 mörk og 5 stoðsendingar í 28 deildarleik. Haaland er á leiðinni að slá flest met í boði á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og það eru margir knattspyrnustjórar því að velta því fyrir sér hvernig sé hægt að stoppa hann. "How would you stop him?" Pep Guardiola gives Mikel Arteta some advice on how to stop Erling Haaland #MCIARS pic.twitter.com/svU30sFywL— The Sun Football (@TheSunFootball) April 25, 2023 Sá sem þarf ekki að hafa áhyggjur af því er Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man. City en á blaðamannafundi fyrir leikinn fékk Guardiola sérstaka spurningu frá fréttamanni NRK. „Hvernig er hægt að stoppa leikmann eins og Erling Haaland,“ spurði norski fjölmiðlamaðurinn. „Miðað við það sem hann hefur sýnt á sínum ferli, ekki bara hér, þá skil ég það vel að það er mjög erfitt. Ég tel samt sem lið, að þú þarft að reyna þitt besta í að koma í veg fyrir að hann komist í takt við leikinn og fái sem minnst boltann,“ sagði Pep Guardiola. Pep rifjaði upp hvernig það var að mæta Haaland þegar sá norski spilaði með Borussaa Dortmund. „Það reyndum við að vera með boltann í 70-80 prósent leiktímans. Þú verður að reyna að halda boltanum sem mest innan þíns liðs. Leikurinn á móti Arsemal verður leikur uppfullur af hröðum sóknum og tæklingum. Markmið er að spila agressífan leik með maður á mann vörn út um allan völl. Þá er markvörðurinn sá eini sem er laus. Það verður samt erfitt,“ sagði Guardiola. "We're really impressed by how he behaves, how his mood is, and the way he lives his life."Pep Guardiola gives an insight into the character of Erling Haaland pic.twitter.com/OO3OJVofgK— Football Daily (@footballdaily) April 25, 2023
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira