Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Máni Snær Þorláksson skrifar 25. apríl 2023 18:27 Don Lemon og Tucker Carlson eru sagðir hafa ráðið sama lögmanninn. Þeir misstu báðir vinnuna í gær. Getty/Mike Copolla/Jason Koerner Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. Lögmaðurinn sem um ræðir heitir Bryan Freedman en sá er meðal annars þekktur fyrir að hjálpa sjónvarpsfólki að fá miklar bætur frá fyrirtækjum efttir að leiðir þeirra skilja. Þá er hann einnig lögmaður leikarans Vin Diesel, leikstjórans Quentin Tarantino og söngkonunnar Mariah Carey. New York Times greindi frá því í gærkvöldi að Lemon væri búinn að ráða Freedman og samkvæmt heimildum Business Insider hefur Carlson gert slíkt hið sama. Brian Stelter, fyrrverandi fréttamaður CNN, fullyrðir einnig að Carlson og Lemon hafi báðir ráðið Freedman í færslu sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur þó ekki fengið það staðfest frá Freedman. Þeir Carlson og Lemon virðast báðir vera ósáttir með hvernig starfslokum þeirra var háttað. Carlson segist einungis hafa fengið að vita það að hann væri að hætta tíu mínútum áður en það var tilkynnt opinberlega. Þá segist Lemon hafa fengið að heyra það frá umboðsmanni sínum að hann hefði verið rekinn en ekki yfirmönnum sínum. „Ég er orðlaus. Eftir 17 ár hjá CNN hefði ég haldið að einhver af stjórnendunum hefðu haft sómann til að segja sér fréttirnar beint,“ skrifaði Lemon í tilkynningu sem hann birti á Twitter. Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Lögmaðurinn sem um ræðir heitir Bryan Freedman en sá er meðal annars þekktur fyrir að hjálpa sjónvarpsfólki að fá miklar bætur frá fyrirtækjum efttir að leiðir þeirra skilja. Þá er hann einnig lögmaður leikarans Vin Diesel, leikstjórans Quentin Tarantino og söngkonunnar Mariah Carey. New York Times greindi frá því í gærkvöldi að Lemon væri búinn að ráða Freedman og samkvæmt heimildum Business Insider hefur Carlson gert slíkt hið sama. Brian Stelter, fyrrverandi fréttamaður CNN, fullyrðir einnig að Carlson og Lemon hafi báðir ráðið Freedman í færslu sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur þó ekki fengið það staðfest frá Freedman. Þeir Carlson og Lemon virðast báðir vera ósáttir með hvernig starfslokum þeirra var háttað. Carlson segist einungis hafa fengið að vita það að hann væri að hætta tíu mínútum áður en það var tilkynnt opinberlega. Þá segist Lemon hafa fengið að heyra það frá umboðsmanni sínum að hann hefði verið rekinn en ekki yfirmönnum sínum. „Ég er orðlaus. Eftir 17 ár hjá CNN hefði ég haldið að einhver af stjórnendunum hefðu haft sómann til að segja sér fréttirnar beint,“ skrifaði Lemon í tilkynningu sem hann birti á Twitter.
Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira