Stjórnarandstöðuleiðtogi flýr Venesúela í skugga hótana Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2023 09:48 Juan Guaidó, fyrrverandi bráðabirgðaforseti Venesúela. Hann segist hafa farið fótgangandi yfir landamærin að Kólumbíu til þess að freista þess að hitta erlendar sendinefndir á alþjóðlegri ráðstefnu. AP/Ariana Cubillos Juan Guaidó, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, er væntanlegur til Bandaríkjanna eftir að hann honum var vísað frá Kólumbíu. Hann segist hafa yfirgefið heimalandið vegna hótana ríkisstjórnar Nicolás Maduro forseta. Guaidó fór yfir landamærin til Kólumbíu til þess að freista þess að hitta þátttakendur í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Venesúela sem á að fara fram þar í dag. Hann var hins vegar nær samstundis færður um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Kólumbíska utanríkisráðuneytið segir að Guaidó hafi komið ólöglega inn í landið og því hafi hann verið fluttur á alþjóðaflugvöll og komið úr landi. Honum hafi ekki verið boðið á ráðstefnuna. Guaidó var ósáttur við þessa meðferð í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli. Ofsóknir einræðisstjórnarinnar í heimalandinu teygðu sig nú til Kólumbíu líka. Gustavo Petro, nýr vinstrisinnaður forseti Kólumbíu, tók upp stjórnmálasamband við Venesúela sem fyrri stjórn sleit árið 2019. Hann hefur átt nokkra fundi með Maduro forseta. Þeir segjast sækjast eftir því að alþjóðlegar viðskiptaþvinganir á Venesúela verði felldar niður. Guaidó hefur verið gagnrýninn á stefnu Petro gagnvart Maduro, þar á meðal ákvörðunin um að halda ráðstefnuna í dag. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og að minnsta kosti fimmtán rómanskamerískra og evrópskra ríkja taka þátt í henni. Leystu upp bráðabirgðastjórnina í fyrra Í kjölfar kosninga sem fjöldi ríkja sagði marklausar lýsti Guaidó sig bráðabirgðaforseta árið 2019. Bandaríkjastjórn og Evrópuþingið voru á meðal þeirra sem viðurkenndu hann sem forseta Venesúela. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti yfir stuðningi við Guaidó fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Guaidó naut framan af nokkurs stuðnings í heimalandinu en fjarað hefur undan honum upp á síðkastið. Stjórnarandstöðuflokkarnir ákváðu að leysa upp bráðabirgðastjórn sína og svipta Guaidó titli bráðabirgðaforseta seint í fyrra. Töldu flokkarnir að bráðabirgðastjórn væri ekki til þess fallin að koma á pólitískum breytingum í landinu, að sögn New York Times. Ríkisstjórn Maduro hefur sýnt vaxandi einræðistilburði á undanförnum árum. Hundruð stjórnarandstæðinga hafa verið fangelsuð og fjöldi annarra hefur flúið landið. Guaidó hélt þó kyrru fyrir í höfuðborginni Caracás í trausti þess að Maduro þyrði ekki að handtaka svo áberandi leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Nýlega hefur Guaidó lýst vaxandi hótunum stjórnvalda í sinn garð. Venesúela Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Guaidó fór yfir landamærin til Kólumbíu til þess að freista þess að hitta þátttakendur í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Venesúela sem á að fara fram þar í dag. Hann var hins vegar nær samstundis færður um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Kólumbíska utanríkisráðuneytið segir að Guaidó hafi komið ólöglega inn í landið og því hafi hann verið fluttur á alþjóðaflugvöll og komið úr landi. Honum hafi ekki verið boðið á ráðstefnuna. Guaidó var ósáttur við þessa meðferð í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli. Ofsóknir einræðisstjórnarinnar í heimalandinu teygðu sig nú til Kólumbíu líka. Gustavo Petro, nýr vinstrisinnaður forseti Kólumbíu, tók upp stjórnmálasamband við Venesúela sem fyrri stjórn sleit árið 2019. Hann hefur átt nokkra fundi með Maduro forseta. Þeir segjast sækjast eftir því að alþjóðlegar viðskiptaþvinganir á Venesúela verði felldar niður. Guaidó hefur verið gagnrýninn á stefnu Petro gagnvart Maduro, þar á meðal ákvörðunin um að halda ráðstefnuna í dag. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og að minnsta kosti fimmtán rómanskamerískra og evrópskra ríkja taka þátt í henni. Leystu upp bráðabirgðastjórnina í fyrra Í kjölfar kosninga sem fjöldi ríkja sagði marklausar lýsti Guaidó sig bráðabirgðaforseta árið 2019. Bandaríkjastjórn og Evrópuþingið voru á meðal þeirra sem viðurkenndu hann sem forseta Venesúela. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti yfir stuðningi við Guaidó fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Guaidó naut framan af nokkurs stuðnings í heimalandinu en fjarað hefur undan honum upp á síðkastið. Stjórnarandstöðuflokkarnir ákváðu að leysa upp bráðabirgðastjórn sína og svipta Guaidó titli bráðabirgðaforseta seint í fyrra. Töldu flokkarnir að bráðabirgðastjórn væri ekki til þess fallin að koma á pólitískum breytingum í landinu, að sögn New York Times. Ríkisstjórn Maduro hefur sýnt vaxandi einræðistilburði á undanförnum árum. Hundruð stjórnarandstæðinga hafa verið fangelsuð og fjöldi annarra hefur flúið landið. Guaidó hélt þó kyrru fyrir í höfuðborginni Caracás í trausti þess að Maduro þyrði ekki að handtaka svo áberandi leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Nýlega hefur Guaidó lýst vaxandi hótunum stjórnvalda í sinn garð.
Venesúela Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira