Guðlaugur Þór styður Guaidó Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2019 19:16 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að íslensk yfirvöld styðji Juan Guaidó sem bráðabirgða forseta Venesúela. „Boða ætti til frjálsra og heiðarlegra kosninga og virða vilja fólksins,“ segir Guðlaugur Þór á Twitter. Iceland supports @jguaido as the Interim President of Venezuela. Free and fair elections should now be called and the will of the people respected.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 4, 2019 Juan Guaidó lýsti sig sjálfan forseta á dögunum en um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt hann sem forseta en Rússland og Kína hafa varið Nicolas Maduro, sitjandi forseta Venesúela.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekkiGetty/Chris FaigaLeiðtorgar Evrópusambandsins höfðu gefið Maduro frest til sunnudags til að boða til nýrra forsetakosninga. Greint var frá því í morgun að stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Svíþjóð hafi öll viðurkennt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem lögmætan forseta landsins til bráðabirgða. Svíar og Danir hafa lýst yfir stuðningi við Guaido en Norðmenn eru ekki á sama máli. Nicolas Maduro hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013.epaMaduro hefur hótað að sú pólitíska krísa sem ríkir í landinu gæti komið af stað borgarastyrjöld í en Guaidó hefur látið þær hótanir sem vind um eyru þjóta. Maduro tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 eftir að forseti landsins, Huga Chavez, hafði fallið frá . Maduro hefur verið fordæmdur fyrir mannréttinda brot og fyrir óstjórn á ríkissjóði landsins. Lyfja- og fæðuskortur hefur ríkt í landinu og verðbólgan í landinu varð til þess að verð á vörum tvöfaldaðist á nítján daga fresti í fyrra. Hafa margir sýnt andstöðu sína í verki með því að flytja frá Venesúela en samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa þrjár milljónir íbúa yfirgefið Venesúela frá árinu 2014 þegar efnahagsþrengingar fóru að segja til sín. Juan Guaidó leiðir stjórnarandstöðuna í landinu en hún álítur Maduro valdaræninga og telur kosningar síðasta árs ólöglegar. Utanríkismál Venesúela Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að íslensk yfirvöld styðji Juan Guaidó sem bráðabirgða forseta Venesúela. „Boða ætti til frjálsra og heiðarlegra kosninga og virða vilja fólksins,“ segir Guðlaugur Þór á Twitter. Iceland supports @jguaido as the Interim President of Venezuela. Free and fair elections should now be called and the will of the people respected.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 4, 2019 Juan Guaidó lýsti sig sjálfan forseta á dögunum en um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt hann sem forseta en Rússland og Kína hafa varið Nicolas Maduro, sitjandi forseta Venesúela.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekkiGetty/Chris FaigaLeiðtorgar Evrópusambandsins höfðu gefið Maduro frest til sunnudags til að boða til nýrra forsetakosninga. Greint var frá því í morgun að stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Svíþjóð hafi öll viðurkennt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem lögmætan forseta landsins til bráðabirgða. Svíar og Danir hafa lýst yfir stuðningi við Guaido en Norðmenn eru ekki á sama máli. Nicolas Maduro hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013.epaMaduro hefur hótað að sú pólitíska krísa sem ríkir í landinu gæti komið af stað borgarastyrjöld í en Guaidó hefur látið þær hótanir sem vind um eyru þjóta. Maduro tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 eftir að forseti landsins, Huga Chavez, hafði fallið frá . Maduro hefur verið fordæmdur fyrir mannréttinda brot og fyrir óstjórn á ríkissjóði landsins. Lyfja- og fæðuskortur hefur ríkt í landinu og verðbólgan í landinu varð til þess að verð á vörum tvöfaldaðist á nítján daga fresti í fyrra. Hafa margir sýnt andstöðu sína í verki með því að flytja frá Venesúela en samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa þrjár milljónir íbúa yfirgefið Venesúela frá árinu 2014 þegar efnahagsþrengingar fóru að segja til sín. Juan Guaidó leiðir stjórnarandstöðuna í landinu en hún álítur Maduro valdaræninga og telur kosningar síðasta árs ólöglegar.
Utanríkismál Venesúela Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira