Ákærð fyrir að myrða mann sem kúgaði móður hennar með kynlífsmyndbandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2023 00:23 Saqib Hussain og Mohammed Hashim Ijazuddin létust í bílslysi á A46-veginum nálægt Leicester þegar bíll þeirra var þvingaður af veginum. Leicestershire Police TikTok-áhrifavaldur ætlaði að leggja gildru fyrir mann sem var að fjárkúga móður hennar með kynlífsmyndbandi. Menn á hennar vegum þvinguðu bíl mannsins af veginum með þeim afleiðingum að hann og vinur hans létust. Konan og móðir hennar hafa verið ákærðar fyrir morð ásamt sex öðrum. Saqib Hussain og Mohammed Hashim Ijazuddin létust í bílslysi á A46-veginum nálægt Leicester í febrúar 2022. Í neyðarlínusímtali rétt áður en áreksturinn átti sér stað greindi Hussain frá því að lambhúshettuklæddir menn væru að reyna að þvinga bílinn af veginum. Eftir rannsókn lögreglu kom í ljós að það voru brögð í tafli og mennirnir voru í raun myrtir. TikTok-áhrifavaldurinn Mahek Bukhari, móðir hennar Ansreen Bukhari og sex aðrir hafa verið ákærð fyrir að myrða mennina. Á mánudag sögðu saksóknarar í Leicester Crown Court að málið einkenndist af „ást, þráhyggju, fjárkúgun og að endingu kaldrifjuðu morði“. Ást sem varð að þráhyggju Upphaf málsins má rekja til ástarsambands milli hins 21 árs gamla Saqib Hussain frá Oxfordskíri og hinnar 45 ára gömlu Ansreen Bukhari frá Stoke-on-Trent. Þau hófu ástarsamband árið 2019 sem hún batt enda á í janúar 2022. Hussain tók sambandsslitunum illa og reyndi ítrekað að hafa samband við Bukhari. Fyrir dómnum lýsti lögmaður hegðun Hussain sem „stöðugt þráhyggjukenndari“ meðan hann „játaði ást sína á henni“ og „grátbað hana“ að halda sambandi þeirra áfram. „Reiði hans birtist í tilraun til að kúga Ansreen Bukhari til að sannfæra hana til að hafa samband við hann,“ sagði lögmaðurinn. Í skilaboðum hafi Hussain hótað að senda kynferðislegt efni sem hann hafði tekið af Ansreen á eiginmann hennar og son. Hafði áhyggjur af fylgjendatölum sínum Dóttir Buhari, hin 23 ára Mahek Bukhari vissi af ástarsambandi Hussain og móður sinnar. Þegar hún heyrði af fjárkúgunartilraunum Hussain hafði hún áhyggjur af áhrifunum sem málið gæti haft á bæði fjölskylduna og fylgjendatölur hennar á samfélagsmiðlum. Hún sendi þá skilaboð á Hussain þar sem hún sagði hann mundu fljótlega sjá hreyfingar í málinu. Eftir það sendi hún WhatsApp-skilaboð á móður sína þar sem sagði: „Bráðum læt ég gaura ráðast á hann og hann mun ekki vita hvaða dagur er“. Skjáskot úr TikTok-myndbandi eftir Bukhari þar sem hún státar sig af góðu sambandi við móður sína.Skjáskot Í dómsalnum var greint frá því að Hussain hefði krafið Ansreen um allt að þrjú þúsund pund, pening sem hann hafði eytt á stefnumótum á meðan þau voru saman. Þau skipulögðu fund í Leicester þar sem hún ætlaði að skila honum peningnum. Í raun ætluðu mæðgurnar ekki að láta peninginn af hendi heldur gera síma Hussain upptækan. Þegar það varð ljóst í augum mæðgnanna að það þyrfti að „þagga niður í“ Hussain urðu hinir sakborningarnir viðriðnir í málinu. Ætlun hópsins hafi verið að ginna Hussain á fundinn með því að lofa að borga pundin þrjú þúsund til baka. Á fundinum vonaðist hópurinn eftir því að hræða Hussain til að gefa þeim símann. „Þeir eru að reyna að drepa mig“ Hinn 21 árs gamli Mohammed Ijazuddin keyrði Hussain á fundinn en þeir komust aldrei á leiðarenda þar sem bíll þeirra var þvingaður af veginum. Neyðarlínusímtal sem Hussain hringdi á leiðinni á fundinn var spilað í dómsalnum. Í símtalinu sagði Hussain „Það eru menn að elta mig, þeir eru klæddir í lambhúshettur... þeir eru að reyna að keyra okkur af veginum.“ Hann sagði einnig „Þeir eru að reyna að drepa mig, ég mun deyja... gerðu það herra, ég þarf hjálp.“ Að lokum sagði hann að mennirnir væru að reyna að klessa aftan á bílinn og að hann væri að fara að deyja. Síðan heyrðist öskur og símtalinu lauk. Símtalið hafi komið lögreglunni á sporið um að þetta bílslys væri ekkert venjulegt slys. Í eftilitsmyndböndum af staðnum mátti sjá Skoda-bíl mannanna tveggja í ljósum logum Mahek Bukhari hefur lýst yfir sakleysi sínu í tveimur ákæruliðum í málinu. Málið er enn fyrir dómi og eflaust á meira eftir að koma í ljós. Bretland TikTok Erlend sakamál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Saqib Hussain og Mohammed Hashim Ijazuddin létust í bílslysi á A46-veginum nálægt Leicester í febrúar 2022. Í neyðarlínusímtali rétt áður en áreksturinn átti sér stað greindi Hussain frá því að lambhúshettuklæddir menn væru að reyna að þvinga bílinn af veginum. Eftir rannsókn lögreglu kom í ljós að það voru brögð í tafli og mennirnir voru í raun myrtir. TikTok-áhrifavaldurinn Mahek Bukhari, móðir hennar Ansreen Bukhari og sex aðrir hafa verið ákærð fyrir að myrða mennina. Á mánudag sögðu saksóknarar í Leicester Crown Court að málið einkenndist af „ást, þráhyggju, fjárkúgun og að endingu kaldrifjuðu morði“. Ást sem varð að þráhyggju Upphaf málsins má rekja til ástarsambands milli hins 21 árs gamla Saqib Hussain frá Oxfordskíri og hinnar 45 ára gömlu Ansreen Bukhari frá Stoke-on-Trent. Þau hófu ástarsamband árið 2019 sem hún batt enda á í janúar 2022. Hussain tók sambandsslitunum illa og reyndi ítrekað að hafa samband við Bukhari. Fyrir dómnum lýsti lögmaður hegðun Hussain sem „stöðugt þráhyggjukenndari“ meðan hann „játaði ást sína á henni“ og „grátbað hana“ að halda sambandi þeirra áfram. „Reiði hans birtist í tilraun til að kúga Ansreen Bukhari til að sannfæra hana til að hafa samband við hann,“ sagði lögmaðurinn. Í skilaboðum hafi Hussain hótað að senda kynferðislegt efni sem hann hafði tekið af Ansreen á eiginmann hennar og son. Hafði áhyggjur af fylgjendatölum sínum Dóttir Buhari, hin 23 ára Mahek Bukhari vissi af ástarsambandi Hussain og móður sinnar. Þegar hún heyrði af fjárkúgunartilraunum Hussain hafði hún áhyggjur af áhrifunum sem málið gæti haft á bæði fjölskylduna og fylgjendatölur hennar á samfélagsmiðlum. Hún sendi þá skilaboð á Hussain þar sem hún sagði hann mundu fljótlega sjá hreyfingar í málinu. Eftir það sendi hún WhatsApp-skilaboð á móður sína þar sem sagði: „Bráðum læt ég gaura ráðast á hann og hann mun ekki vita hvaða dagur er“. Skjáskot úr TikTok-myndbandi eftir Bukhari þar sem hún státar sig af góðu sambandi við móður sína.Skjáskot Í dómsalnum var greint frá því að Hussain hefði krafið Ansreen um allt að þrjú þúsund pund, pening sem hann hafði eytt á stefnumótum á meðan þau voru saman. Þau skipulögðu fund í Leicester þar sem hún ætlaði að skila honum peningnum. Í raun ætluðu mæðgurnar ekki að láta peninginn af hendi heldur gera síma Hussain upptækan. Þegar það varð ljóst í augum mæðgnanna að það þyrfti að „þagga niður í“ Hussain urðu hinir sakborningarnir viðriðnir í málinu. Ætlun hópsins hafi verið að ginna Hussain á fundinn með því að lofa að borga pundin þrjú þúsund til baka. Á fundinum vonaðist hópurinn eftir því að hræða Hussain til að gefa þeim símann. „Þeir eru að reyna að drepa mig“ Hinn 21 árs gamli Mohammed Ijazuddin keyrði Hussain á fundinn en þeir komust aldrei á leiðarenda þar sem bíll þeirra var þvingaður af veginum. Neyðarlínusímtal sem Hussain hringdi á leiðinni á fundinn var spilað í dómsalnum. Í símtalinu sagði Hussain „Það eru menn að elta mig, þeir eru klæddir í lambhúshettur... þeir eru að reyna að keyra okkur af veginum.“ Hann sagði einnig „Þeir eru að reyna að drepa mig, ég mun deyja... gerðu það herra, ég þarf hjálp.“ Að lokum sagði hann að mennirnir væru að reyna að klessa aftan á bílinn og að hann væri að fara að deyja. Síðan heyrðist öskur og símtalinu lauk. Símtalið hafi komið lögreglunni á sporið um að þetta bílslys væri ekkert venjulegt slys. Í eftilitsmyndböndum af staðnum mátti sjá Skoda-bíl mannanna tveggja í ljósum logum Mahek Bukhari hefur lýst yfir sakleysi sínu í tveimur ákæruliðum í málinu. Málið er enn fyrir dómi og eflaust á meira eftir að koma í ljós.
Bretland TikTok Erlend sakamál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira