Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 10:31 Eigendurnir og Phil Parkinson, þjálfari liðsins. Wrexham Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. Leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds fjárfestu í Wrexham fyrir síðasta tímabil. Það tímabil endaði með tárum þegar liðið féll úr leik í umspili E-deildar og komst því ekki upp um deild. Í ár endaði það hins vegar með gleðitárum en um helgina tryggði Wrexham sér sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 45 ár. Fagnaðarlætin eftir 3-1 sigur á Boreham Wood voru gríðarleg enda hafði liðið verið fast í E-deildina lengur en elstu menn muna. Eftir leik brá hinn geðþekki Ryan Reynolds á leik en hann mætti inn á blaðamannafund þar sem Ben Foster, markvörður liðsins, og Elliott Lett, annar af markaskorum dagsins, sátu. „Foster, Foster, treyjuna núna,“ sagði Reynolds áður en hann spurði Elliott hvort hann væri í einhverju undir treyjunni. Elliott játti því og Reynolds sagði honum þá að rífa sig úr. Foster benti á að treyjan hans væri afar illa lyktandi en Reynolds, sem er þekktur fyrir beittan húmor, kippti sér lítið upp fyrir það. Aðspurður hvort hann ætlaði að selja treyjurnar á eBay sagði Reynolds einfaldlega að fólk í kvikmyndagerðarbransanum gæti einnig lent í erfiðleikum. Hann óskaði leikmönnunum svo til hamingju og yfirgaf blaðamannafundinn. Hvort Reynolds stefni á að hengja treyjurnar upp heima hjá sér eða selja þær á eBay hefur ekki enn komið fram. Mögulega stefnir hann á að fjármagna leikmannakaup sumarsins með því að selja þær á uppboði. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds fjárfestu í Wrexham fyrir síðasta tímabil. Það tímabil endaði með tárum þegar liðið féll úr leik í umspili E-deildar og komst því ekki upp um deild. Í ár endaði það hins vegar með gleðitárum en um helgina tryggði Wrexham sér sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 45 ár. Fagnaðarlætin eftir 3-1 sigur á Boreham Wood voru gríðarleg enda hafði liðið verið fast í E-deildina lengur en elstu menn muna. Eftir leik brá hinn geðþekki Ryan Reynolds á leik en hann mætti inn á blaðamannafund þar sem Ben Foster, markvörður liðsins, og Elliott Lett, annar af markaskorum dagsins, sátu. „Foster, Foster, treyjuna núna,“ sagði Reynolds áður en hann spurði Elliott hvort hann væri í einhverju undir treyjunni. Elliott játti því og Reynolds sagði honum þá að rífa sig úr. Foster benti á að treyjan hans væri afar illa lyktandi en Reynolds, sem er þekktur fyrir beittan húmor, kippti sér lítið upp fyrir það. Aðspurður hvort hann ætlaði að selja treyjurnar á eBay sagði Reynolds einfaldlega að fólk í kvikmyndagerðarbransanum gæti einnig lent í erfiðleikum. Hann óskaði leikmönnunum svo til hamingju og yfirgaf blaðamannafundinn. Hvort Reynolds stefni á að hengja treyjurnar upp heima hjá sér eða selja þær á eBay hefur ekki enn komið fram. Mögulega stefnir hann á að fjármagna leikmannakaup sumarsins með því að selja þær á uppboði. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira