Biden sagður munu tilkynna um framboð sitt á þriðjudag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2023 07:16 Biden er sagður munu tilkynna á þriðjudag að hann sækist eftir endurkjöri. AP/Patrick Semansky Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður stefna á að tilkynna það á þriðjudag að hann muni sækjast eftir endurkjöri. Fjögur ár verða þá liðinn frá því að hann tilkynnti um framboð sitt fyrir forsetakosningarnar 2020. New York Times segir Biden munu dvelja í Camp David um helgina, með nánustu fjölskyldu og ráðgjöfum. Unnið er að áætlunum um framboðstilkynninguna en forsetinn ku ekki enn hafa lagt blessun sína yfir fyrirætlanirnar. Fjölmiðlafulltrúi forsetans, Karine Jean-Pierre, neitaði að tjá sig í samskiptum við New York Times í gær en hafði fyrr um daginn látið þau orð falla á blaðamannafundi að tilkynningin myndi ekki koma frá fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins. Biden er 80 ára gamall og nú þegar elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þá verður hann 86 ára þegar næsta kjörtímabili lýkur. Aldur Biden hefur valdið efasemdum um skynsemi þess að forsetinn sækist eftir endurkjöri en auknar líkur á því að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikanaflokksins eru sagðar hafa fylkt ólíkum hópum innan Demókrataflokksins á bak við forsetann. Ef Biden fer fram þykir nokkuð öruggt að hann sigri forval flokksins örugglega. Fjárframlög til Trump hafa stóraukist eftir að ákæra var gefin út á hendur honum í New York í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels og Biden er nú sagður hafa stefnt mögulegum fjárhagslegum stuðningsmönnum sínum til Washington í næstu viku. Talið er að kostnaður við kosningabaráttuna muni nema yfir milljarði Bandaríkjadala. Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
New York Times segir Biden munu dvelja í Camp David um helgina, með nánustu fjölskyldu og ráðgjöfum. Unnið er að áætlunum um framboðstilkynninguna en forsetinn ku ekki enn hafa lagt blessun sína yfir fyrirætlanirnar. Fjölmiðlafulltrúi forsetans, Karine Jean-Pierre, neitaði að tjá sig í samskiptum við New York Times í gær en hafði fyrr um daginn látið þau orð falla á blaðamannafundi að tilkynningin myndi ekki koma frá fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins. Biden er 80 ára gamall og nú þegar elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þá verður hann 86 ára þegar næsta kjörtímabili lýkur. Aldur Biden hefur valdið efasemdum um skynsemi þess að forsetinn sækist eftir endurkjöri en auknar líkur á því að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikanaflokksins eru sagðar hafa fylkt ólíkum hópum innan Demókrataflokksins á bak við forsetann. Ef Biden fer fram þykir nokkuð öruggt að hann sigri forval flokksins örugglega. Fjárframlög til Trump hafa stóraukist eftir að ákæra var gefin út á hendur honum í New York í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels og Biden er nú sagður hafa stefnt mögulegum fjárhagslegum stuðningsmönnum sínum til Washington í næstu viku. Talið er að kostnaður við kosningabaráttuna muni nema yfir milljarði Bandaríkjadala. Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira