Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2023 16:07 Gylfi Þór Sigurðsson lék með Everton í fjögur ár og bar stundum fyrirliðabandið. Getty/Michael Regan Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála. Mbl.is greindi frá þessu í dag og vísaði í síðasta ársreikning enska knattspyrnufélagsins sem birtur var í síðasta mánuði. Í ársreikningnum, sem er vegna ársins fram til 30. júní 2022, segir að félagið eigi þátt í samningsdeilu við þriðja aðila. Upphæðirnar sem félagið ætli sér að sækja velti á málaferlum sem séu í gangi en að félagið telji góðar horfur á því að geta sótt 10 milljónir punda í bætur. Sú upphæð nemur í dag um 1,7 milljarði króna. Everton gerði Gylfa að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar hann var keyptur frá Swansea sumarið 2017, fyrir 45 milljónir punda. Hann skrifaði undir samning til fimm ára við félagið en lék ekkert fyrir liðið á lokaári samningsins, á meðan að lögreglan rannsakaði mál Gylfa sem grunaður var um brot gegn einstaklingi undir lögaldri. Án Gylfa hefur Everton verið í bullandi fallbaráttu síðustu tvær leiktíðir. Áður hafði Gylfi verið lykilmaður í liði Everton og spilað 136 leiki fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni, og skorað í þeim 25 mörk. Á föstudaginn staðfesti lögreglan að Gylfi yrði ekki ákærður heldur væri hann laus allra mála. Þar sem að samningur hans við Everton rann út síðasta sumar er honum nú frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum, kjósi hann að halda áfram að spila fótbolta. Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. apríl 2023 08:43 Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01 Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira
Mbl.is greindi frá þessu í dag og vísaði í síðasta ársreikning enska knattspyrnufélagsins sem birtur var í síðasta mánuði. Í ársreikningnum, sem er vegna ársins fram til 30. júní 2022, segir að félagið eigi þátt í samningsdeilu við þriðja aðila. Upphæðirnar sem félagið ætli sér að sækja velti á málaferlum sem séu í gangi en að félagið telji góðar horfur á því að geta sótt 10 milljónir punda í bætur. Sú upphæð nemur í dag um 1,7 milljarði króna. Everton gerði Gylfa að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar hann var keyptur frá Swansea sumarið 2017, fyrir 45 milljónir punda. Hann skrifaði undir samning til fimm ára við félagið en lék ekkert fyrir liðið á lokaári samningsins, á meðan að lögreglan rannsakaði mál Gylfa sem grunaður var um brot gegn einstaklingi undir lögaldri. Án Gylfa hefur Everton verið í bullandi fallbaráttu síðustu tvær leiktíðir. Áður hafði Gylfi verið lykilmaður í liði Everton og spilað 136 leiki fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni, og skorað í þeim 25 mörk. Á föstudaginn staðfesti lögreglan að Gylfi yrði ekki ákærður heldur væri hann laus allra mála. Þar sem að samningur hans við Everton rann út síðasta sumar er honum nú frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum, kjósi hann að halda áfram að spila fótbolta.
Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. apríl 2023 08:43 Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01 Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. apríl 2023 08:43
Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01
Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04