Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2023 16:07 Gylfi Þór Sigurðsson lék með Everton í fjögur ár og bar stundum fyrirliðabandið. Getty/Michael Regan Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála. Mbl.is greindi frá þessu í dag og vísaði í síðasta ársreikning enska knattspyrnufélagsins sem birtur var í síðasta mánuði. Í ársreikningnum, sem er vegna ársins fram til 30. júní 2022, segir að félagið eigi þátt í samningsdeilu við þriðja aðila. Upphæðirnar sem félagið ætli sér að sækja velti á málaferlum sem séu í gangi en að félagið telji góðar horfur á því að geta sótt 10 milljónir punda í bætur. Sú upphæð nemur í dag um 1,7 milljarði króna. Everton gerði Gylfa að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar hann var keyptur frá Swansea sumarið 2017, fyrir 45 milljónir punda. Hann skrifaði undir samning til fimm ára við félagið en lék ekkert fyrir liðið á lokaári samningsins, á meðan að lögreglan rannsakaði mál Gylfa sem grunaður var um brot gegn einstaklingi undir lögaldri. Án Gylfa hefur Everton verið í bullandi fallbaráttu síðustu tvær leiktíðir. Áður hafði Gylfi verið lykilmaður í liði Everton og spilað 136 leiki fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni, og skorað í þeim 25 mörk. Á föstudaginn staðfesti lögreglan að Gylfi yrði ekki ákærður heldur væri hann laus allra mála. Þar sem að samningur hans við Everton rann út síðasta sumar er honum nú frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum, kjósi hann að halda áfram að spila fótbolta. Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. apríl 2023 08:43 Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01 Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Mbl.is greindi frá þessu í dag og vísaði í síðasta ársreikning enska knattspyrnufélagsins sem birtur var í síðasta mánuði. Í ársreikningnum, sem er vegna ársins fram til 30. júní 2022, segir að félagið eigi þátt í samningsdeilu við þriðja aðila. Upphæðirnar sem félagið ætli sér að sækja velti á málaferlum sem séu í gangi en að félagið telji góðar horfur á því að geta sótt 10 milljónir punda í bætur. Sú upphæð nemur í dag um 1,7 milljarði króna. Everton gerði Gylfa að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar hann var keyptur frá Swansea sumarið 2017, fyrir 45 milljónir punda. Hann skrifaði undir samning til fimm ára við félagið en lék ekkert fyrir liðið á lokaári samningsins, á meðan að lögreglan rannsakaði mál Gylfa sem grunaður var um brot gegn einstaklingi undir lögaldri. Án Gylfa hefur Everton verið í bullandi fallbaráttu síðustu tvær leiktíðir. Áður hafði Gylfi verið lykilmaður í liði Everton og spilað 136 leiki fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni, og skorað í þeim 25 mörk. Á föstudaginn staðfesti lögreglan að Gylfi yrði ekki ákærður heldur væri hann laus allra mála. Þar sem að samningur hans við Everton rann út síðasta sumar er honum nú frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum, kjósi hann að halda áfram að spila fótbolta.
Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. apríl 2023 08:43 Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01 Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. apríl 2023 08:43
Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01
Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04