Íslenski boltinn

Úkraínskur liðsstyrkur í vörn Keflavíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oleksiy Kovtun er nýjasti leikmaður Keflavíkur.
Oleksiy Kovtun er nýjasti leikmaður Keflavíkur. getty/Hannah Peters

Keflvíkingum hefur borist liðsstyrkur frá Úkraínu í vörn sína. Oleksiy Kovtun er loksins kominn með leikheimild með liðinu.

Kovtun getur því spilað með Keflavík þegar liðið tekur á móti KR á laugardaginn í 2. umferð Bestu deildarinnar.

Þetta er annað árið í röð sem Keflavík fær úkraínskan leikmann til sín. Í fyrra spilaði miðjumaðurinn Ivan Kaliuzhnyi sex deildarleiki með Keflavík.

Kovtun er ekki mikilli leikæfingu enda ekki spilað síðan hann yfirgaf Desna í byrjun síðasta árs.

Hinn 28 ára Kovtun hefur leikið í heimalandinu allan sinn feril fyrir utan tvö stopp í Hvíta-Rússlandi, hjá Minsk og Rukh.

Keflavík vann 1-2 útisigur á Fylki í 1. umferð Bestu deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×