Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2023 17:39 Þingmenn á rússneska þinginu hlýða á þjóðsönginn við upphaf þingfundar í morgun. Efri deild þingsins samþykkti frumvarp um stafræna herkvaðningu í dag. Rússneska þingið/AP Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. Þúsundir karlmanna flúðu Rússland eða fóru í felur eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að 300.000 varaliðsmenn yrði kvaddir í herinn vegna innrása hans í Úkraínu í september. Frumvarp sem var hraðað í gegnum rússneska þingið á að koma í veg fyrir slíkan atgervisflótta. Fram að þessu hafa yfirvöld þurft að afhenta herkvöddum mönnum kvaðninguna í persónu. Margir rússneskir karlmenn forðuðust herkvaðningu með því að halda sig frá þeim stað þar sem þeir voru skráðir til heimilis. Með frumvarpinu sem efri deild þingsins samþykkti í dag verður herkvaðning enn send í pósti en telst gild frá því að hún er færð inn í opinbera vefgátt. Herkvöddum mönnum sem sinna ekki kallinu verður bannað að yfirgefa Rússland, ökuskírteini þeirra verður fellt úr gildi og þeim bannað að selja íbúðir eða aðrar eignir. Neðri deild þingsins samþykkti frumvarpið á þriðjudag. Búist er við því að Pútín staðfesti lögin fljótt með undirskrift sinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnarandstæðingar og mannréttindafrömuðir segja að lögin séu skref í átt að „stafrænu fangelsi“ sem færi heryfirvöldum fordæmalausar valdheimildir. Straumlínulaga herkvaðningarkerfið Flýtimeðferðin sem frumvarpið fékk í rússneska þinginu vekur ótta margra um að Pútín ætli að kveðja fleiri menn í herinn í aðdraganda gagnsóknar gegn innrásarhernum sem búist er við að Úkraínumenn hefji á allra næstu vikum. Stjórnvöld hafa sagt að önnur herkvaðning sé ekki yfirvofandi. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, segir að nauðsynlegt hafi verið að samþykkja frumvarpið til þess að „straumlínulaga“ herskráningar- og kvaðningarkerfið. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Þúsundir karlmanna flúðu Rússland eða fóru í felur eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að 300.000 varaliðsmenn yrði kvaddir í herinn vegna innrása hans í Úkraínu í september. Frumvarp sem var hraðað í gegnum rússneska þingið á að koma í veg fyrir slíkan atgervisflótta. Fram að þessu hafa yfirvöld þurft að afhenta herkvöddum mönnum kvaðninguna í persónu. Margir rússneskir karlmenn forðuðust herkvaðningu með því að halda sig frá þeim stað þar sem þeir voru skráðir til heimilis. Með frumvarpinu sem efri deild þingsins samþykkti í dag verður herkvaðning enn send í pósti en telst gild frá því að hún er færð inn í opinbera vefgátt. Herkvöddum mönnum sem sinna ekki kallinu verður bannað að yfirgefa Rússland, ökuskírteini þeirra verður fellt úr gildi og þeim bannað að selja íbúðir eða aðrar eignir. Neðri deild þingsins samþykkti frumvarpið á þriðjudag. Búist er við því að Pútín staðfesti lögin fljótt með undirskrift sinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnarandstæðingar og mannréttindafrömuðir segja að lögin séu skref í átt að „stafrænu fangelsi“ sem færi heryfirvöldum fordæmalausar valdheimildir. Straumlínulaga herkvaðningarkerfið Flýtimeðferðin sem frumvarpið fékk í rússneska þinginu vekur ótta margra um að Pútín ætli að kveðja fleiri menn í herinn í aðdraganda gagnsóknar gegn innrásarhernum sem búist er við að Úkraínumenn hefji á allra næstu vikum. Stjórnvöld hafa sagt að önnur herkvaðning sé ekki yfirvofandi. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, segir að nauðsynlegt hafi verið að samþykkja frumvarpið til þess að „straumlínulaga“ herskráningar- og kvaðningarkerfið.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira