Sundlaugar ríka fólksins mikil umhverfisógn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. apríl 2023 09:45 Dæmi eru um að ríkustu 14 prósentin noti meira en helming neysluvatns í borgum. EPA Ríkt fólk notar um fimmtíu sinnum meira vatn en fátækt fólk. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna við Reading háskóla í Bretlandi. Vatnsnotkun ríka fólksins hefur verið alvarlega vanmetin umhverfisógn. Rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Nature Sustainability, var framkvæmd í borginni Höfðaborg í Suður Afríku. Ríkt fólk þar notar mikið vatn, meðal annars í sundlaugar sínar, til að vökva stóra garða og halda drossíum sínum glansandi fínum. Alls notuðu ríkustu 14 prósent íbúanna í Höfðaborg 51 prósent af vatninu. Stærstur hluti vatnsins fór í ónauðsynlega hluti. Fátækustu 62 prósentin notuðu hins vegar aðeins 27 prósent. Í rannsókninni kom fram að þegar mikill vatnsskortur varð í borginni árið 2018 var það fátækasta fólkið sem þurfti að vera án vatns. Vatnsskortur í stórborgum Höfðaborg er ekki eina borgin sem hefur glímt við vatnsskort. Hann hefur komið upp tímabundið í London, Barcelona, Beijing, Miami og víðar á undanförnum árum. Búist er við því að tilfellunum fjölgi á komandi árum. „Loftslagsbreytingar og fólksfjölgun þýða að vatn er að verða dýrmætari auðlind í stórborgum. Við sýnum fram á að félagslegt óréttlæti er stærsta vandamálið fyrir fátækt fólk sem þarf aðgang að neysluvatni fyrir daglegt líf,“ segir Hannah Cloke, prófessor við Reading háskóla og einn af rannsakendum, við breska blaðið The Guardian. Hún segir það nauðsynlegt að hanna sanngjarnari leiðir til þess að dreifa vatni til allra íbúa. Bæði fátækir og ríkir myndu græða á því, því að í borgum þar sem vatni er dreift ójafnt er vatnsöflun lélegri. Umhverfismál Vísindi Sundlaugar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Nature Sustainability, var framkvæmd í borginni Höfðaborg í Suður Afríku. Ríkt fólk þar notar mikið vatn, meðal annars í sundlaugar sínar, til að vökva stóra garða og halda drossíum sínum glansandi fínum. Alls notuðu ríkustu 14 prósent íbúanna í Höfðaborg 51 prósent af vatninu. Stærstur hluti vatnsins fór í ónauðsynlega hluti. Fátækustu 62 prósentin notuðu hins vegar aðeins 27 prósent. Í rannsókninni kom fram að þegar mikill vatnsskortur varð í borginni árið 2018 var það fátækasta fólkið sem þurfti að vera án vatns. Vatnsskortur í stórborgum Höfðaborg er ekki eina borgin sem hefur glímt við vatnsskort. Hann hefur komið upp tímabundið í London, Barcelona, Beijing, Miami og víðar á undanförnum árum. Búist er við því að tilfellunum fjölgi á komandi árum. „Loftslagsbreytingar og fólksfjölgun þýða að vatn er að verða dýrmætari auðlind í stórborgum. Við sýnum fram á að félagslegt óréttlæti er stærsta vandamálið fyrir fátækt fólk sem þarf aðgang að neysluvatni fyrir daglegt líf,“ segir Hannah Cloke, prófessor við Reading háskóla og einn af rannsakendum, við breska blaðið The Guardian. Hún segir það nauðsynlegt að hanna sanngjarnari leiðir til þess að dreifa vatni til allra íbúa. Bæði fátækir og ríkir myndu græða á því, því að í borgum þar sem vatni er dreift ójafnt er vatnsöflun lélegri.
Umhverfismál Vísindi Sundlaugar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira