Fertugur Foster hetja Hollywood-liðsins Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2023 09:00 Markvarsla Foster gæti farið langt með að koma Wrexham upp um deild. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Wrexham, sem er í eigu leikaranna Rob McElhenney og Ryan Reynolds, tók afar stórt skref í átt að sæti í ensku deildarkeppninni með dramatískum 3-2 sigri á Notts County í efstu deild ensku utandeildanna í gær. Ben Foster, fyrrum markvörður Manchester United, var hetjan. Margir þekkja sögu Wrexham á síðustu leiktíð þar sem liðið klúðraði því að komast upp í ensku D-deildina á lokametrunum og tapaði einnig úrslitum FA-bikars neðri deildarliða - enda sú saga rakin í heimildaþáttunum Welcome to Wrexham, sem þeir Reynolds og McElhenney standa að. Aðeins eitt lið kemst beint upp úr E-deildinni og annað fylgir í gegnum umspil, en Wrexham tapaði í undanúrslitum umspilsins í fyrra. Ben Foster, that s the tweet. #WxmAFC | #WXMNOT pic.twitter.com/tdSzmQLZZo— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 10, 2023 Liðið hefur háð harða baráttu við Notts County um toppsætið í allan vetur en frá 1-0 tapi Wrexham fyrir Notts County þann 4. október hafði liðið ekki tapað leik, unnið 23 og gert fimm jafntefli fram í apríl. Þá kom óvænt 3-1 tap fyrir Halifax á föstudaginn var og fór um margan stuðningsmann liðsins, þar sem Notts County jafnaði liðið að stigum á toppnum. Bæði voru með 100 stig, meira en 20 stigum á undan næsta liði, og innbyrðis viðureign fram undan. Staðan var 2-2 þegar Elliott Lee kom Wrexham í forystu á 78. mínútu en þá pressaði Notts-liðið töluvert á lokakaflanum. Notts County uppskar vítaspyrnu sem var dæmd á þá rauðklæddu í uppbótartíma. Þar reyndist hinn fertugi Ben Foster, sem samdi við Wrexham fyrir skemmstu, betri en enginn. Hann varði spyrnuna, tryggði sigur liðsins og er Wrexham nú aðeins sjö stigum frá því að tryggja sér deildartitilinn og sæti í D-deild (ef Notts County tapar ekki stigum á móti). Wrexham er með 103 stig á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir, en á þó leik inni á Notts County sem er með 100 stig í öðru sæti. Tólf stig eru því eftir í pottinum fyrir Wrexham en níu fyrir Notts County. SCENES @Wrexham_AFC's Ben Foster comes up BIG to save @Official_NCFC's last-minute penalty pic.twitter.com/n4ZBSMCrF5— Football on BT Sport (@btsportfootball) April 10, 2023 Ben Foster lék sem lánsmaður hjá Wrexham frá Stoke City árið 2005 og vakti þar athygli Sir Alex Ferguson með frammistöðum sínum. Manchester United keypti hann frá Stoke og tókst honum að spila tólf deildarleiki fyrir félagið frá 2007 til 2010 eftir að hafa spilað tvær leiktíðir á láni hjá Watford. Hann lék yfir 300 úrvalsdeildarleiki sem markvörður Birmingham, West Bromwich Albion og Watford frá 2010 til vorsins 2022 þegar hann var látinn fara frá föllnu liði Watford eftir að samningur hans rann út. Hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta í september eftir að hafa hafnað samningsboði frá Newcastle en tók hanskana af hillunni til að snúa aftur til Wrexham í lok mars eftir að Rob Lainton, markvörður liðsins, meiddist. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Margir þekkja sögu Wrexham á síðustu leiktíð þar sem liðið klúðraði því að komast upp í ensku D-deildina á lokametrunum og tapaði einnig úrslitum FA-bikars neðri deildarliða - enda sú saga rakin í heimildaþáttunum Welcome to Wrexham, sem þeir Reynolds og McElhenney standa að. Aðeins eitt lið kemst beint upp úr E-deildinni og annað fylgir í gegnum umspil, en Wrexham tapaði í undanúrslitum umspilsins í fyrra. Ben Foster, that s the tweet. #WxmAFC | #WXMNOT pic.twitter.com/tdSzmQLZZo— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 10, 2023 Liðið hefur háð harða baráttu við Notts County um toppsætið í allan vetur en frá 1-0 tapi Wrexham fyrir Notts County þann 4. október hafði liðið ekki tapað leik, unnið 23 og gert fimm jafntefli fram í apríl. Þá kom óvænt 3-1 tap fyrir Halifax á föstudaginn var og fór um margan stuðningsmann liðsins, þar sem Notts County jafnaði liðið að stigum á toppnum. Bæði voru með 100 stig, meira en 20 stigum á undan næsta liði, og innbyrðis viðureign fram undan. Staðan var 2-2 þegar Elliott Lee kom Wrexham í forystu á 78. mínútu en þá pressaði Notts-liðið töluvert á lokakaflanum. Notts County uppskar vítaspyrnu sem var dæmd á þá rauðklæddu í uppbótartíma. Þar reyndist hinn fertugi Ben Foster, sem samdi við Wrexham fyrir skemmstu, betri en enginn. Hann varði spyrnuna, tryggði sigur liðsins og er Wrexham nú aðeins sjö stigum frá því að tryggja sér deildartitilinn og sæti í D-deild (ef Notts County tapar ekki stigum á móti). Wrexham er með 103 stig á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir, en á þó leik inni á Notts County sem er með 100 stig í öðru sæti. Tólf stig eru því eftir í pottinum fyrir Wrexham en níu fyrir Notts County. SCENES @Wrexham_AFC's Ben Foster comes up BIG to save @Official_NCFC's last-minute penalty pic.twitter.com/n4ZBSMCrF5— Football on BT Sport (@btsportfootball) April 10, 2023 Ben Foster lék sem lánsmaður hjá Wrexham frá Stoke City árið 2005 og vakti þar athygli Sir Alex Ferguson með frammistöðum sínum. Manchester United keypti hann frá Stoke og tókst honum að spila tólf deildarleiki fyrir félagið frá 2007 til 2010 eftir að hafa spilað tvær leiktíðir á láni hjá Watford. Hann lék yfir 300 úrvalsdeildarleiki sem markvörður Birmingham, West Bromwich Albion og Watford frá 2010 til vorsins 2022 þegar hann var látinn fara frá föllnu liði Watford eftir að samningur hans rann út. Hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta í september eftir að hafa hafnað samningsboði frá Newcastle en tók hanskana af hillunni til að snúa aftur til Wrexham í lok mars eftir að Rob Lainton, markvörður liðsins, meiddist.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira