Newcastle komst upp fyrir United í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum sigri, 2-0, í leik liðanna á St James' Park í gær. Joe Willock og Callum Wilson skoruðu mörk heimamanna.
Fyrir leikinn sagði Ten Hag að Newcastle-liðið væri pirrandi og hefði tafið hressilega í fyrri leiknum gegn United á Old Trafford. Hann endaði með markalausu jafntefli.
Howe gaf ekki mikið fyrir ummæli Ten Hags er hann var spurður út í þau eftir leikinn í gær.
„Höfum það á hreinu að við viljum hafa boltann í leik. Við viljum hraðan leik. Ég skil ekki hvaðan þetta tafakjaftæði kemur frá honum. Við vildum fá boltann strax í leik,“ sagði Howe.
Þeim Ten Hag lenti aðeins saman í seinni hálfleik þegar United reyndi að koma boltanum fljótt í leik eftir að hafa lent undir. Howe benti Ten Hag þá á að United hefði líka tafið í stöðunni 0-0.
Þórðargleðin var við völd hjá umsjónarmanni Twitter-síðu Newcastle í gær en hann skaut tvívegis á United í færslum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan.
No time-wasting required...
— Newcastle United FC (@NUFC) April 2, 2023
Electric. Exciting. Emphatic.
— Newcastle United FC (@NUFC) April 2, 2023
Some might even say 'annoying' to play against.
Tremendous, Maxi! pic.twitter.com/RAxBJ5kAg4
Newcastle og United eru jöfn að stigum í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Skjórarnir eru með hagstæðari markatölu.