Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2023 19:18 Miðað við fyrstu tölur er ólíklegt að Sanna Marin verði forsætisráðherra á næsta kjörtímabili. AP Photo/Sergei Grits Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. Mjótt er á munum en samkvæmt fyrstu tölum er Sambandsflokkurinn með 20,9 prósenta fylgi, Jafnaðarmannaflokkurinn, flokkur Sönnu Marin forsætisráðherra, með 19,6 prósent og þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn með 20,5 prósent. Formaður Sambandsflokksins var sigurstranglegur þegar hann mætti á kjörstað í morgun. „Ég er mjög bjartsýnn og jákvæður. Ég tel að Sambandsflokkurinn verði stærsti flokkurinn og flokkur næsta forsætisráðherra. Kosningabarátta okkar var afar vel heppnuð. Við erum með mjög góða frambjóðendur um allt land og höfum staðið okkur mjög vel. Þess vegna er ég bjartsýnn. Sjáum til,“ sagði Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins. Fyrirséð er að ríkisstjórnarmyndun verði nokkuð flókin. Finnska þingið hefur sjaldan verið jafn brotakennt og tíu flokkar með sæti á þingi. Því mun sá flokkur sem ber sigur úr býtum í kvöld þurfa að reiða sig á samstarf við nokkra flokka líkt og síðasta ríkisstjórn. Hana mynduðu fimm flokkar: Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstriflokkurinn, sænski fólksflokkurinn og loks Jafnaðarmannaflokkurinn. Hefðin í Finnlandi er sú að stærsti flokkurinn leiði stjórnarmyndunarviðræður og fara með embætti forsætisráðherra. Það er þó talið ólíklegt að nokkur muni vilja mynda ríkisstjórn með Finnaflokknum, sem segist þó tilbúinn til að gefa eftir. „Auðvitað munum við verja markmið okkar og gildi. En samsteypustjórnir eru aðeins í boði í Finnlandi. Þess vegna þarf að gera málamiðlanir. Við gerum okkur grein fyrir þessu. Takk fyrir,“ sagði Riikka Purra formaður Finnaflokksins á kjörstað. Finnland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Mjótt er á munum en samkvæmt fyrstu tölum er Sambandsflokkurinn með 20,9 prósenta fylgi, Jafnaðarmannaflokkurinn, flokkur Sönnu Marin forsætisráðherra, með 19,6 prósent og þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn með 20,5 prósent. Formaður Sambandsflokksins var sigurstranglegur þegar hann mætti á kjörstað í morgun. „Ég er mjög bjartsýnn og jákvæður. Ég tel að Sambandsflokkurinn verði stærsti flokkurinn og flokkur næsta forsætisráðherra. Kosningabarátta okkar var afar vel heppnuð. Við erum með mjög góða frambjóðendur um allt land og höfum staðið okkur mjög vel. Þess vegna er ég bjartsýnn. Sjáum til,“ sagði Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins. Fyrirséð er að ríkisstjórnarmyndun verði nokkuð flókin. Finnska þingið hefur sjaldan verið jafn brotakennt og tíu flokkar með sæti á þingi. Því mun sá flokkur sem ber sigur úr býtum í kvöld þurfa að reiða sig á samstarf við nokkra flokka líkt og síðasta ríkisstjórn. Hana mynduðu fimm flokkar: Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstriflokkurinn, sænski fólksflokkurinn og loks Jafnaðarmannaflokkurinn. Hefðin í Finnlandi er sú að stærsti flokkurinn leiði stjórnarmyndunarviðræður og fara með embætti forsætisráðherra. Það er þó talið ólíklegt að nokkur muni vilja mynda ríkisstjórn með Finnaflokknum, sem segist þó tilbúinn til að gefa eftir. „Auðvitað munum við verja markmið okkar og gildi. En samsteypustjórnir eru aðeins í boði í Finnlandi. Þess vegna þarf að gera málamiðlanir. Við gerum okkur grein fyrir þessu. Takk fyrir,“ sagði Riikka Purra formaður Finnaflokksins á kjörstað.
Finnland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira