Erlent

Pistoriusi neitað um reynslulausn

Kjartan Kjartansson skrifar
Oscar Pistorius skaut Reevu Steenkamp til bana á heimili þeirra í Pretóríu árið 2013.
Oscar Pistorius skaut Reevu Steenkamp til bana á heimili þeirra í Pretóríu árið 2013. AP/Themba Hadebe

Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína.

Tíu ár eru liðin frá því að Pistorius skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana á valentínusardag árið 2013. Hann hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi skotið Steenkamp fyrir mistök þar sem hann hafi talið að hún væri innbrotsþjófur.

Móðir Steenkamp lagði gegn því að Pistoriusi yrði veitt reynslulausn. Hún sagðist ekki telja að Pistorius hefði sýnt iðrun eða að hann væri endurhæfður.

Umsókninni var hafnað þar sem yfirvöld töldu að Pistorius hefði ekki afplánað nóg af dómnum. Fangar geta óskað eftir reynslulausn þegar þeir hafa afplánað helming dóms síns í Suður-Afríku. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ruglings hafi gætt um hvenær Pistorius yrði gjaldgengur til að sækja um lausn vegna þess að honum var tvisvar gerð refsing í málinu. Hann getur reynt að sækja um aftur á næsta ári.

Pistorius var upphaflega dæmdur fyrir manndráp. Saksóknari áfrýjaði dómnum og var hann þá sakfelldur fyrir morð. Honum hlyti að hafa verið ljóst að ef hann skyti þremur kúlum í gegnum læstar baðherbergisdyr á heimili sínu yrði hann þeim sem væri handan dyranna að bana.


Tengdar fréttir

Pistorius gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna

Íþróttamaðurinn Oscar Pistorius, sem dæmdur var í fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína til bana, gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna. Nefnd um reynslulausn mun á morgun ákveða hvort Pistorius verður sleppt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.