FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2023 12:53 Vonir eru bundnar við að breytingin dragi úr dauðsföllum af völdum ofneyslu ópíóða. Getty/Justin Sullivan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og breytingin gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Í New York stendur til að koma upp Narcan-sjálfsölum síðar á þessu ári. Vonir standa til að aukið aðgengi að Narcan muni draga úr síhækkandi tíðni dauðsfalla af völdum ofneyslu ópíóða. Robert M. Califf, yfirmaður Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, segir breytingunni ætlað að mæta alvarlegri ógn við almenna lýðheilsu. Yfir 100 þúsund manns í Bandaríkjunum hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða síðustu tvö ár. Þá hafa milljónir skammta af Narcan verið gefnir af viðbragðsaðilum, heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna með einstaklingum með fíknisjúkdóm. Það hefur hins vegar reynst einstaklingum erfitt að nálgast lyfið, eða samheitalyf, sem hafa hingað til aðeins verið afgreitt gegn ávísun frá lækni. Apótek um allt land hafa haft heimild til að afhenda lyfið öllum þeim sem biðja um það en mörg hafa kosið að gera það ekki. Af þeim 17 milljón skömmtum af naloxone, virka efninu í Narcan og áþekkum lyfjum, sem var dreift árið 2021 var aðeins 2,6 milljón skömmtum dreift af apótekum. Naloxone er fáanlegt og notað hér á landi og síðasta sumar var greint frá því að heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Landspítalann ynni að því að gera lyfið aðgengilegt um allt land. Fyrr á árinu ákvað Lyfjastofnun að opna fyrir ávísun lækna til stofnana og fyrirtækja sem veittu einstaklingum með ópíóðafíkn og/eða aðstandendum þess þjónustu. Gert var ráð fyrir að lyfið yrði til hjá lögreglu, björgunarsveitum, heilsugæslum, félagsþjónustu sveitarfélaganna og ekki síst Frú Ragnheiði og Ylju. Heilbrigðisráðuneytið greiðir allan kostnað af lyfinu. Hér má finna ítarlega frétt New York Times um málið. Fíkn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og breytingin gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Í New York stendur til að koma upp Narcan-sjálfsölum síðar á þessu ári. Vonir standa til að aukið aðgengi að Narcan muni draga úr síhækkandi tíðni dauðsfalla af völdum ofneyslu ópíóða. Robert M. Califf, yfirmaður Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, segir breytingunni ætlað að mæta alvarlegri ógn við almenna lýðheilsu. Yfir 100 þúsund manns í Bandaríkjunum hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða síðustu tvö ár. Þá hafa milljónir skammta af Narcan verið gefnir af viðbragðsaðilum, heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna með einstaklingum með fíknisjúkdóm. Það hefur hins vegar reynst einstaklingum erfitt að nálgast lyfið, eða samheitalyf, sem hafa hingað til aðeins verið afgreitt gegn ávísun frá lækni. Apótek um allt land hafa haft heimild til að afhenda lyfið öllum þeim sem biðja um það en mörg hafa kosið að gera það ekki. Af þeim 17 milljón skömmtum af naloxone, virka efninu í Narcan og áþekkum lyfjum, sem var dreift árið 2021 var aðeins 2,6 milljón skömmtum dreift af apótekum. Naloxone er fáanlegt og notað hér á landi og síðasta sumar var greint frá því að heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Landspítalann ynni að því að gera lyfið aðgengilegt um allt land. Fyrr á árinu ákvað Lyfjastofnun að opna fyrir ávísun lækna til stofnana og fyrirtækja sem veittu einstaklingum með ópíóðafíkn og/eða aðstandendum þess þjónustu. Gert var ráð fyrir að lyfið yrði til hjá lögreglu, björgunarsveitum, heilsugæslum, félagsþjónustu sveitarfélaganna og ekki síst Frú Ragnheiði og Ylju. Heilbrigðisráðuneytið greiðir allan kostnað af lyfinu. Hér má finna ítarlega frétt New York Times um málið.
Fíkn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent