Enski boltinn

Manchester United skuldar næstum því 170 milljarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David de Gea reynir að hughreysta Casemiro eftir rauða spjaldið gegn Southampton.
David de Gea reynir að hughreysta Casemiro eftir rauða spjaldið gegn Southampton. EPA-EFE/Adam Vaughan

Manchester United er til sölu en nýjar upplýsingar mála ekki fallega mynd af fjárhagsstöðu eins frægasta fótboltafélags heims.

Samkvæmt nýjustu opinberum rekstrartölum þá skuldar United nú 969,9 milljónir punda eða næstum því 170 milljarða milljarða íslenskra króna.

Þessi tala er kemur til vegna skuldastöðu, bankalána og það sem félagið á enn eftir að gera upp vegna kaupa á leikmönnum.

Enska úrvalsdeildarfélagið birti uppgjör seinni hluta ársins í gær og það leynir sér ekki þörfin er mikil hjá Glazer fjölskyldunni að fá pening inn, hvort sem það er með því að selja félagið eða fá inn nýja fjárfesta.

Skuldin hefur vaxið og það er ljóst að Manchester United þarf að fara í dýrar framkvæmdir við Old Trafford og æfingasvæði félagsins, Carrington.

Breska ríkisútvarpið fjallar um slæma skuldastöðu en samkvæmt upplýsingum blaðamanns BBC þá er fjárhagsstaðan vissulega vandamál þó að það séu jákvæðir hlutir að gerast í rekstrinum.

United skilaði því hagnaði upp á 6,3 milljónir punda, einn milljarð íslenskra króna, á seinni hlut ársins þökk sé meiri tekna af heimaleikjum, hærri auglýsingatekna og góðri sölu ársmiða. Þá er Manchester United ekki í Meistaradeildinni sem þýddi mun lægri launakostnaður. Hann lækkaði um 20,9 prósent eða um 20,4 milljónir punda niður í 77,3 milljónir punda.

Gott gengi liðsins og góðar framtíðarhorfur kalla líka á bjartsýni í rekstri en það er hins vegar þessi mikla skuld sem Glazer fjölskyldan hefur safnað upp sem er bleiki fíllinn í herberginu og það sem fyrst og fremst stendur í vegi fyrir félaginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.