Fylgist með þessum í Bestu deildinni í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2023 09:01 Leikmenn sem gætu slegið í gegn í sumar. Rúm vika er þar til keppni í Bestu deild karla í fótbolta hefst á ný. En hvaða leikmönnum ætti fólk að fylgjast sérstaklega með í sumar? Vísir fer yfir tíu leikmenn sem fótboltaáhugafólk ætti að hafa auga með. Stefán Ingi Sigurðarson, Breiðablik Lék sem lánsmaður með HK á síðasta tímabili og skoraði þá sextán mörk í fimmtán leikjum í deild og bikar. Sneri aftur til Breiðabliks í vetur, hefur leikið vel með Íslandsmeisturunum og virðist vera búinn að stimpla sig inn í byrjunarlið þeirra. Stefán er hávaxinn og hraustur, sterkur í loftinu, með góðan vinstri fót og óhemju duglegur. Ólafur Kristófer Helgason, Fylkir Fékk smjörþefinn af efstu deild þegar Fylkir féll 2021. Var svo aðalmarkvörður liðsins þegar það vann Lengjudeildina á síðasta tímabili. Ólafur fékk þá aðeins 23 mörk á sig í 22 leikjum. Fylkismenn treysta áfram á Ólaf og hann verður yngsti aðalmarkvörður liðs í Bestu deildinni í sumar. Afar spennandi verður að sjá hvernig hann spjarar sig. Lúkas Logi Heimisson, Valur Einn fjögurra ungra leikmanna sem Valur fékk fyrir tímabilið. Kom á endanum frá Fjölni eftir að hafa farið í verkfall til að knýja félagaskiptin í gegn. Lúkas spilaði sex leiki með Fjölni í efstu deild 2020 og hefur undanfarin tvö ár spilað 31 leik í Lengjudeildinni og skorað níu mörk. Hefur fengið mikið að spila með Val á undirbúningstímabilinu og verður væntanlega í stóru hlutverki í sóknarleik liðsins í sumar. Jóhannes Kristinn Bjarnason, KR Er af einni af mestu íslensku fótboltaaðalsættinni. Sonur Bjarna Guðjónssonar, barnabarn Guðjóns Þórðarsonar, frændi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar og þar fram eftir götunum. Jóhannes lék einn leik með KR í efstu deild 2020 en fór svo til Norrköping í Svíþjóð eins og svo margir Íslendingar. Hann lék einn leik fyrir aðallið Norrköping en sneri heim í vetur og skrifaði undir þriggja ára samning við KR. Þessi átján ára miðjumaður ætti að fá helling að spila fyrir KR-inga í sumar. Marciano Aziz, HK Aziz tók Lengjudeildina í nefið á síðasta tímabili og skoraði þá tíu mörk í jafn mörgum leikjum fyrir Aftureldingu. Frammistaða hans vakti athygli félaga ofar í fótboltafæðukeðjunni en HK tryggði sér þjónustu Belgans. Þessi gríðarlega leikni og skemmtilegi miðjumaður hefur ekki farið af stað með neinum látum í hvítu og rauðu treyjunni en HK treystir á að hann sýni sínar bestu hliðar þegar út í alvöruna í sumar verður komið. Benedikt Daríus Garðarsson, Fylkir Hefur spilað og skorað í öllum deildum á Íslandi nema þeirri efstu. Skoraði grimmt fyrir Elliða í 3. deildinni 2021 og hélt svo uppteknum hætti með Fylki í Lengjudeildinni í fyrra. Benedikt skoraði þá fjórtán mörk í 22 leikjum. Hann gerði fimm mörk í jafn mörgum leikjum fyrir Fylki í Lengjubikarnum og er, eftir að Mathias Laursen heltist úr lestinni, mikilvægasti sóknarmaður Fylkis og mikið mun mæða á honum í sumar. Filip Valencic, ÍBV Öfugt við aðra leikmenn á þessum lista er Valencic ekki ungur og efnilegur. Þvert á móti. Þetta er fullorðinn karlmaður á fertugsaldri með nokkuð tilkomumikla ferilskrá. Bestu árin sín átti Valencic í Finnlandi. Hann varð þrisvar sinnum meistari þar í landi, tvisvar sinnum valinn besti leikmaður finnsku úrvalsdeildarinnar og var einu sinni markakóngur hennar. Valencic hefur spilað vel með ÍBV á undirbúningstímabilinu og lofar mjög góðu. Kjartan Kári Halldórsson, FH Var frábær með Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Skoraði sautján mörk og var markakóngur deildarinnar. Kjartan var seldur til Haugesund í Noregi eftir tímabilið. Hann var síðan lánaður til FH út tímabilið. Steig sín fyrstu skref í efstu deild með Gróttu 2020 en fær núna heilt tímabili í Bestu deildinni. Verður að öllum líkindum í byrjunarliði FH og þarf að skila sínu fyrir Fimleikafélagið. Hlynur Freyr Karlsson, Valur Einn af Ítalíuförunum. Gekk í raðir Bologna frá Breiðabliki haustið 2020. Leiðin lá heim í vetur og Hlynur samdi við Val. Hlynur er kraftmikill og fjölhæfur leikmaður sem getur spilað sem bakvörður, miðvörður og miðjumaður. Er fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM fyrr í vikunni. Pætur Petersen, KA Færeyskur landsliðsmaður sem kom til KA frá HB í vetur. Hefur skorað grimmt í færeysku úrvalsdeildinni undanfarin ár og varð einu sinni færeyskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með HB. Þá spilaði hann með liðinu í Evrópukeppni. Pætur er einn af þeim sem fær það óöfundsverða hlutverk hjá KA að fylla í skarð besta og markahæsta leikmanns Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, Nökkva Þeys Þórissonar. Byrjunin lofar allavega góðu því Pætur hefur spilað vel með KA í vetur. Besta deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Stefán Ingi Sigurðarson, Breiðablik Lék sem lánsmaður með HK á síðasta tímabili og skoraði þá sextán mörk í fimmtán leikjum í deild og bikar. Sneri aftur til Breiðabliks í vetur, hefur leikið vel með Íslandsmeisturunum og virðist vera búinn að stimpla sig inn í byrjunarlið þeirra. Stefán er hávaxinn og hraustur, sterkur í loftinu, með góðan vinstri fót og óhemju duglegur. Ólafur Kristófer Helgason, Fylkir Fékk smjörþefinn af efstu deild þegar Fylkir féll 2021. Var svo aðalmarkvörður liðsins þegar það vann Lengjudeildina á síðasta tímabili. Ólafur fékk þá aðeins 23 mörk á sig í 22 leikjum. Fylkismenn treysta áfram á Ólaf og hann verður yngsti aðalmarkvörður liðs í Bestu deildinni í sumar. Afar spennandi verður að sjá hvernig hann spjarar sig. Lúkas Logi Heimisson, Valur Einn fjögurra ungra leikmanna sem Valur fékk fyrir tímabilið. Kom á endanum frá Fjölni eftir að hafa farið í verkfall til að knýja félagaskiptin í gegn. Lúkas spilaði sex leiki með Fjölni í efstu deild 2020 og hefur undanfarin tvö ár spilað 31 leik í Lengjudeildinni og skorað níu mörk. Hefur fengið mikið að spila með Val á undirbúningstímabilinu og verður væntanlega í stóru hlutverki í sóknarleik liðsins í sumar. Jóhannes Kristinn Bjarnason, KR Er af einni af mestu íslensku fótboltaaðalsættinni. Sonur Bjarna Guðjónssonar, barnabarn Guðjóns Þórðarsonar, frændi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar og þar fram eftir götunum. Jóhannes lék einn leik með KR í efstu deild 2020 en fór svo til Norrköping í Svíþjóð eins og svo margir Íslendingar. Hann lék einn leik fyrir aðallið Norrköping en sneri heim í vetur og skrifaði undir þriggja ára samning við KR. Þessi átján ára miðjumaður ætti að fá helling að spila fyrir KR-inga í sumar. Marciano Aziz, HK Aziz tók Lengjudeildina í nefið á síðasta tímabili og skoraði þá tíu mörk í jafn mörgum leikjum fyrir Aftureldingu. Frammistaða hans vakti athygli félaga ofar í fótboltafæðukeðjunni en HK tryggði sér þjónustu Belgans. Þessi gríðarlega leikni og skemmtilegi miðjumaður hefur ekki farið af stað með neinum látum í hvítu og rauðu treyjunni en HK treystir á að hann sýni sínar bestu hliðar þegar út í alvöruna í sumar verður komið. Benedikt Daríus Garðarsson, Fylkir Hefur spilað og skorað í öllum deildum á Íslandi nema þeirri efstu. Skoraði grimmt fyrir Elliða í 3. deildinni 2021 og hélt svo uppteknum hætti með Fylki í Lengjudeildinni í fyrra. Benedikt skoraði þá fjórtán mörk í 22 leikjum. Hann gerði fimm mörk í jafn mörgum leikjum fyrir Fylki í Lengjubikarnum og er, eftir að Mathias Laursen heltist úr lestinni, mikilvægasti sóknarmaður Fylkis og mikið mun mæða á honum í sumar. Filip Valencic, ÍBV Öfugt við aðra leikmenn á þessum lista er Valencic ekki ungur og efnilegur. Þvert á móti. Þetta er fullorðinn karlmaður á fertugsaldri með nokkuð tilkomumikla ferilskrá. Bestu árin sín átti Valencic í Finnlandi. Hann varð þrisvar sinnum meistari þar í landi, tvisvar sinnum valinn besti leikmaður finnsku úrvalsdeildarinnar og var einu sinni markakóngur hennar. Valencic hefur spilað vel með ÍBV á undirbúningstímabilinu og lofar mjög góðu. Kjartan Kári Halldórsson, FH Var frábær með Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Skoraði sautján mörk og var markakóngur deildarinnar. Kjartan var seldur til Haugesund í Noregi eftir tímabilið. Hann var síðan lánaður til FH út tímabilið. Steig sín fyrstu skref í efstu deild með Gróttu 2020 en fær núna heilt tímabili í Bestu deildinni. Verður að öllum líkindum í byrjunarliði FH og þarf að skila sínu fyrir Fimleikafélagið. Hlynur Freyr Karlsson, Valur Einn af Ítalíuförunum. Gekk í raðir Bologna frá Breiðabliki haustið 2020. Leiðin lá heim í vetur og Hlynur samdi við Val. Hlynur er kraftmikill og fjölhæfur leikmaður sem getur spilað sem bakvörður, miðvörður og miðjumaður. Er fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM fyrr í vikunni. Pætur Petersen, KA Færeyskur landsliðsmaður sem kom til KA frá HB í vetur. Hefur skorað grimmt í færeysku úrvalsdeildinni undanfarin ár og varð einu sinni færeyskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með HB. Þá spilaði hann með liðinu í Evrópukeppni. Pætur er einn af þeim sem fær það óöfundsverða hlutverk hjá KA að fylla í skarð besta og markahæsta leikmanns Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, Nökkva Þeys Þórissonar. Byrjunin lofar allavega góðu því Pætur hefur spilað vel með KA í vetur.
Besta deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira