Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 08:33 Bandaríski blaðamaðurinn var handtekinn í Katrínarborg. Vísir/Getty Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. Evan Gershkovich, sem er bandarískur ríkisborgari, er sakaður um að hafa reynt að komast yfir leynilegar upplýsingar um rússneskt hergagnafyrirtæki að fyrirmælum bandarískra stjórnvalda, að sögn FSB sem er arftaki alræmdu leyniþjónustu Sovétríkjanna KGB. Blaðamaðurinn er sagður hafa verið handtekinn í Katrínarborg í Úralfjöllum en FSB greinir ekki frá hvenær. Wall Street Journal segist í yfirlýsingu hafna alfarið ásökunum Rússa og krefst þess að hann verði látinn laus tafarlaust. AP-fréttastofan segir að Gershkovich sé fyrsti blaðamaður bandarískrar fréttastofu sem sé handtekinn fyrir njósnir í Rússlandi frá tíma kalda stríðsins. Mikil spenna hefur einkennt samskipti Rússlands og Bandaríkjanna eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Rússneski fjölmiðillinn Moscow Times segir að frést hafi af Gershkovich í Katrínarborg við að fjalla um innrás Rússa í Úkraínu og málaliðaherinn Wagner group. Dmitrí Kolezev, blaðamaður frá Katrínarborg sem býr utan Rússlands, segir miðlinum að líklegast sé að blaðamannastörf Gershkovichs hafi verið ástæða þess að hann var handtekinn. Gershkovich er 32 ára gamall og starfaði áður fyrir AFP-fréttaveituna og Moscow Times. AP segir að hann sé fréttaritari WSJ í Moskvu og fjalli sem slíkur um Rússland og Úkraínu. FSB staðfesti að hann hefði heimild til að starfa sem blaðamaður frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Wall Street Journal. Rússland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Evan Gershkovich, sem er bandarískur ríkisborgari, er sakaður um að hafa reynt að komast yfir leynilegar upplýsingar um rússneskt hergagnafyrirtæki að fyrirmælum bandarískra stjórnvalda, að sögn FSB sem er arftaki alræmdu leyniþjónustu Sovétríkjanna KGB. Blaðamaðurinn er sagður hafa verið handtekinn í Katrínarborg í Úralfjöllum en FSB greinir ekki frá hvenær. Wall Street Journal segist í yfirlýsingu hafna alfarið ásökunum Rússa og krefst þess að hann verði látinn laus tafarlaust. AP-fréttastofan segir að Gershkovich sé fyrsti blaðamaður bandarískrar fréttastofu sem sé handtekinn fyrir njósnir í Rússlandi frá tíma kalda stríðsins. Mikil spenna hefur einkennt samskipti Rússlands og Bandaríkjanna eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Rússneski fjölmiðillinn Moscow Times segir að frést hafi af Gershkovich í Katrínarborg við að fjalla um innrás Rússa í Úkraínu og málaliðaherinn Wagner group. Dmitrí Kolezev, blaðamaður frá Katrínarborg sem býr utan Rússlands, segir miðlinum að líklegast sé að blaðamannastörf Gershkovichs hafi verið ástæða þess að hann var handtekinn. Gershkovich er 32 ára gamall og starfaði áður fyrir AFP-fréttaveituna og Moscow Times. AP segir að hann sé fréttaritari WSJ í Moskvu og fjalli sem slíkur um Rússland og Úkraínu. FSB staðfesti að hann hefði heimild til að starfa sem blaðamaður frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Wall Street Journal.
Rússland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira