Lánasjóður Roman Abramovich: „Lánaði Vitesse rúmlega 17 milljarða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2023 23:31 Roman Abramovich var eigandi Chelsea til fjölda ára. Nordicphotos/AFP Roman Abramovich, fyrrverandi eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, „lánaði“ hollenska úrvalsdeildarfélaginu Vitesse allt að 117 milljónir evra [17,4 milljarða íslenskra króna]. Þetta kemur fram í skjölum sem miðillinn The Guardian hefur nú undir höndum. Var „lánunum“ haldið leyndum en hollenska knattspyrnusambandið skoðaði tvívegis eignarhald Vitesse meðan Roman átti Chelsea. The Guardian greindi frá þessu fyrr í kvöld. Þar segir að Roman - sem seldi Chelsea síðasta vor - hafi fjármagnað Vitesse til fjölda ára á meðan hann átti Lundúnafélagið. Hollenska knattspyrnusambandið taldi maðk vera í mysunni en rannsóknir þess á eignarhaldi Vitesse sýndu ekki fram á tengingu milli félagsins í Hollandi og Roman. Þá neituðu talsmenn auðjöfursins að hann væri tengdur Vitesse. Annað hefur nú komið í ljós. The Guardian hefur undir sínum höndum það sem kallað hefur verið „ólígarkí-skjölin.“ Þar kemur fram að Roman hafi sett rúmlega 17 milljarða íslenskra króna í Vitesse í gegnum hin ýmsu skattaskjól. Vitesse var keypt árið 2010 af Merab Jordania, fyrrum knattspyrnumanni frá Georgíu með tengsl við Roman. Hann sagði þó að rússnesku auðjöfurinn væri ekki tengdur yfirtöku hans á Vitesse. REVEALED: Roman Abramovich secretly bankrolled Dutch football club Vitesse Arnhem, leaked documents suggest;Abramovich's Chelsea denied for years that the oligarch was funding Vitesse;By me with the brilliant @SimonLockTBIJ of @TBIJ and @ByRobDavies. https://t.co/1vU8joKp5O— David Conn (@david_conn) March 29, 2023 Þegar fjöldi leikmanna Chelsea fór á láni til Vitesse þá runnu á menn tvær grímur. Meðal leikmanna sem fóru til Vitesse frá Lundúnum má nefna Mason Mount og Nemanja Matić. Árið 2013 urðu eigendaskipti hjá Vitesse þegar Alexander Chigirinsky eignaðist félagið. Sá hafði einnig tengsl við Roman. Ári síðar virtist fyrrum eigandinn Jordania gefa til kynna að félögin tvö væru tengd þegar hann sagði að félagið hefði ekki fengið aukið fjármagn til að vinna Eredivisie [hollensku úrvalsdeildina] og komast undankeppni Meistaradeildar Evrópu því „London vildi það ekki.“ Reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða á um að lið sem mætist í Evrópukeppnum megi ekki vera undir sama eignarhaldi til að tryggja heilindi keppninnar. Þá má enginn einstaklingur eða aðili ráða yfir meiru en einu félagi sem tekur þátt í keppnum á vegum UEFA. Eftir ummæli Jordania hófst önnur rannsókn hollenska knattspyrnusambandsins á eignarhaldi Vitesse. Aftur kom ekkert undarlegt á yfirborðið, það er þangað til nú. Þegar The Guardian hafði samband við Chelsea sögðu lögfræðingar félagsins einfaldlega að félagið væri nú með nýja eigendur og Abramovich þyrfti að svara spurningum sem þessum. Lögfræðingar Abramovich neituðu að svara. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Sjá meira
The Guardian greindi frá þessu fyrr í kvöld. Þar segir að Roman - sem seldi Chelsea síðasta vor - hafi fjármagnað Vitesse til fjölda ára á meðan hann átti Lundúnafélagið. Hollenska knattspyrnusambandið taldi maðk vera í mysunni en rannsóknir þess á eignarhaldi Vitesse sýndu ekki fram á tengingu milli félagsins í Hollandi og Roman. Þá neituðu talsmenn auðjöfursins að hann væri tengdur Vitesse. Annað hefur nú komið í ljós. The Guardian hefur undir sínum höndum það sem kallað hefur verið „ólígarkí-skjölin.“ Þar kemur fram að Roman hafi sett rúmlega 17 milljarða íslenskra króna í Vitesse í gegnum hin ýmsu skattaskjól. Vitesse var keypt árið 2010 af Merab Jordania, fyrrum knattspyrnumanni frá Georgíu með tengsl við Roman. Hann sagði þó að rússnesku auðjöfurinn væri ekki tengdur yfirtöku hans á Vitesse. REVEALED: Roman Abramovich secretly bankrolled Dutch football club Vitesse Arnhem, leaked documents suggest;Abramovich's Chelsea denied for years that the oligarch was funding Vitesse;By me with the brilliant @SimonLockTBIJ of @TBIJ and @ByRobDavies. https://t.co/1vU8joKp5O— David Conn (@david_conn) March 29, 2023 Þegar fjöldi leikmanna Chelsea fór á láni til Vitesse þá runnu á menn tvær grímur. Meðal leikmanna sem fóru til Vitesse frá Lundúnum má nefna Mason Mount og Nemanja Matić. Árið 2013 urðu eigendaskipti hjá Vitesse þegar Alexander Chigirinsky eignaðist félagið. Sá hafði einnig tengsl við Roman. Ári síðar virtist fyrrum eigandinn Jordania gefa til kynna að félögin tvö væru tengd þegar hann sagði að félagið hefði ekki fengið aukið fjármagn til að vinna Eredivisie [hollensku úrvalsdeildina] og komast undankeppni Meistaradeildar Evrópu því „London vildi það ekki.“ Reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða á um að lið sem mætist í Evrópukeppnum megi ekki vera undir sama eignarhaldi til að tryggja heilindi keppninnar. Þá má enginn einstaklingur eða aðili ráða yfir meiru en einu félagi sem tekur þátt í keppnum á vegum UEFA. Eftir ummæli Jordania hófst önnur rannsókn hollenska knattspyrnusambandsins á eignarhaldi Vitesse. Aftur kom ekkert undarlegt á yfirborðið, það er þangað til nú. Þegar The Guardian hafði samband við Chelsea sögðu lögfræðingar félagsins einfaldlega að félagið væri nú með nýja eigendur og Abramovich þyrfti að svara spurningum sem þessum. Lögfræðingar Abramovich neituðu að svara.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Sjá meira