Óskar Hrafn segir að færeyski markakóngurinn hafi komið skakkur inn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 09:30 Klæmint Olsen í leik með færeyska landsliðinu. Hann hefur ekki komist í hópinn hjá Blikum. Getty/Ian MacNicol Breiðablik fékk til sín færeyska markakónginn Klæmint Olsen fyrir þetta tímabilið en það hefur vakið nokkra athygli að hann virðist ekki komast í Blikaliðið. Olsen skrifaði undir samning við NSÍ Runavík til 2024 en færeyska félagið lánaði hann síðan til Íslandsmeistara Breiðabliks. Klæmint Olsen er markahæsti leikmaður færeysku efstu deildar frá upphafi og sá fyrsti til að komast yfir tvö hundruð mörk. Hann er líka markahæsti leikmaðurinn í sögu færeyska landsliðsins. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, út í stöðuna á Klæmint Olsen nú tveimur vikum fyrir mót. „Það hafa einhverjar umræður skapast í kringum Færeyinginn Klæmint Olsen hjá þér. Færeyskur landsliðsmaður og mikill markaskorari. Hefur hann ekki heillað þig eða ertu með það gott lið að hann kemst ekki í hóp hjá þér?“ spurði Svava Kristín. Fékk lengra frí en aðrir „Þetta er blanda af mörgum þáttum. Hann kemur inn um miðjan janúar og þá var hann búinn að vera í fríi frá því í lok nóvember. Hann tekur þarna landsliðsglugga í lok nóvember með Patrik með Færeyjum. Fríið hans var lengra heldur en frí annarra leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Hann kemur eilítið skakkur inn og kemur í æfingaálag sem hann er ekki vanur. Á sama tíma þá erum við með unga menn eins og Stefán Inga [Sigurðarson] og Eyþór Wöhler sem báðir taka risaskref í vetur,“ sagði Óskar Hrafn. Ekki í vafa um að hann spili hlutverk í sumar „Klæmint er hins vegar frábær leikmaður og ég er ekki í vafa um það að hann muni spila hlutverk hjá okkur í sumar. Hann hefur hjálpað ungu strákunum mikið. Hann er toppmaður, frábær æfingamaður og með gríðarlega reynslu,“ sagði Óskar. „Við sóttum hann ekki til þess að hann yrði sjóðandi heitur í Lengjubikarnum. Við sóttum hann vegna þess að þarna er maður sem er kominn aðeins yfir þrítugt. Hann er búinn að spila 56 landsleiki og skora tíu mörk, markahæsti maður Færeyinga frá upphafi. Öll mörkin hafa komið síðan 2021, þetta eru ekki mörk sem hann var að skora 2013,“ sagði Óskar. Búinn að skora fleiri mörk en allir hinir „Hann er með sjö mörk í Evrópuleikjum og við viljum reyna að gera atlögu að ná betri árangri í Evrópu. Okkur fannst prófíllinn hans hjálpa okkur þar. Hann er með meiri reynslu og fleiri landsleiki heldur en allir hinir leikmenn liðsins samanlagt. Hann er búinn að skora fleiri mörk heldur en þeir allir,“ sagði Óskar. „Þar kemur hann sterkur inn og ég er ekki í vafa um það að hann muni hjálpa okkur í sumar. Bæði hann og við þurfum að vera þolinmóðir því hann kom skakkur inn á undirbúningstímabilið og var síðan bara fórnarlamb þess að Stefán Ingi og Eyþór Wöhler stigu upp og ekki síst með hjálp frá honum. Hann hefur kennt þeim mikið og þrýst á þá. Í samkeppninni þrífast menn og þar taka menn mestum framförum,“ sagði Óskar Hrafn eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Hrafn um Klæmint Olsen Besta deild karla Breiðablik Færeyski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Sjá meira
Olsen skrifaði undir samning við NSÍ Runavík til 2024 en færeyska félagið lánaði hann síðan til Íslandsmeistara Breiðabliks. Klæmint Olsen er markahæsti leikmaður færeysku efstu deildar frá upphafi og sá fyrsti til að komast yfir tvö hundruð mörk. Hann er líka markahæsti leikmaðurinn í sögu færeyska landsliðsins. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, út í stöðuna á Klæmint Olsen nú tveimur vikum fyrir mót. „Það hafa einhverjar umræður skapast í kringum Færeyinginn Klæmint Olsen hjá þér. Færeyskur landsliðsmaður og mikill markaskorari. Hefur hann ekki heillað þig eða ertu með það gott lið að hann kemst ekki í hóp hjá þér?“ spurði Svava Kristín. Fékk lengra frí en aðrir „Þetta er blanda af mörgum þáttum. Hann kemur inn um miðjan janúar og þá var hann búinn að vera í fríi frá því í lok nóvember. Hann tekur þarna landsliðsglugga í lok nóvember með Patrik með Færeyjum. Fríið hans var lengra heldur en frí annarra leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Hann kemur eilítið skakkur inn og kemur í æfingaálag sem hann er ekki vanur. Á sama tíma þá erum við með unga menn eins og Stefán Inga [Sigurðarson] og Eyþór Wöhler sem báðir taka risaskref í vetur,“ sagði Óskar Hrafn. Ekki í vafa um að hann spili hlutverk í sumar „Klæmint er hins vegar frábær leikmaður og ég er ekki í vafa um það að hann muni spila hlutverk hjá okkur í sumar. Hann hefur hjálpað ungu strákunum mikið. Hann er toppmaður, frábær æfingamaður og með gríðarlega reynslu,“ sagði Óskar. „Við sóttum hann ekki til þess að hann yrði sjóðandi heitur í Lengjubikarnum. Við sóttum hann vegna þess að þarna er maður sem er kominn aðeins yfir þrítugt. Hann er búinn að spila 56 landsleiki og skora tíu mörk, markahæsti maður Færeyinga frá upphafi. Öll mörkin hafa komið síðan 2021, þetta eru ekki mörk sem hann var að skora 2013,“ sagði Óskar. Búinn að skora fleiri mörk en allir hinir „Hann er með sjö mörk í Evrópuleikjum og við viljum reyna að gera atlögu að ná betri árangri í Evrópu. Okkur fannst prófíllinn hans hjálpa okkur þar. Hann er með meiri reynslu og fleiri landsleiki heldur en allir hinir leikmenn liðsins samanlagt. Hann er búinn að skora fleiri mörk heldur en þeir allir,“ sagði Óskar. „Þar kemur hann sterkur inn og ég er ekki í vafa um það að hann muni hjálpa okkur í sumar. Bæði hann og við þurfum að vera þolinmóðir því hann kom skakkur inn á undirbúningstímabilið og var síðan bara fórnarlamb þess að Stefán Ingi og Eyþór Wöhler stigu upp og ekki síst með hjálp frá honum. Hann hefur kennt þeim mikið og þrýst á þá. Í samkeppninni þrífast menn og þar taka menn mestum framförum,“ sagði Óskar Hrafn eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Hrafn um Klæmint Olsen
Besta deild karla Breiðablik Færeyski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Sjá meira