„Óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2023 20:30 Margrét María Ágústsdóttir lærir heimspeki og félagsráðgjöf í Lipscomb háskólanum. Skólinn er í átta mínútna fjarlægð frá Covenant skólanum þar sem skotárás fór fram í gær. vísir Íslenskur námsmaður sem býr í næsta nágrenni við skotárásina sem varð þremur níu ára börnum að bana í Nashville í gær segir atburðinn skelfilegan. Hún segist nær alltaf vör um sig í skólanum vegna þess hversu skotárásir séu algengar í Bandaríkjunum. Við vörum við myndefni sem fylgir þessari frétt. Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig hinn 28 ára gamli Audrey Hale réðst inn í Covenant háskólann í Nashville í gær vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu áður en hann skaut sex til bana. Meðal fórnarlamba voru skólastjórinn, kennarar og þrjú níu ára börn. Lögregla segir að Hale hafi skipulagt árásina í þaula en á heimili hans fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hann var fyrrverandi nemandi skólans og telur lögregla að hann hafi talið sig eiga harma að hefna og að hann hafi ætlað að láta til skarar skríða á fleiri stöðum. Margrét María Ágústsdóttir er nemandi í háskóla sem staðsettur er í átta mínútna akstursfjarlægð frá Covenant háskólanum. Hún frétti af árásinni í gegnum tölvupóst sem sendur var á nemendur skömmu eftir atburðinn. „Sumir kennarar hættu við tíma en aðrir buðu okkur að lesa fréttir um málið í skólanum. Þannig við vissum ekki alveg hvað var í gangi. Það er óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni, maður veit ekki alveg hvernig maður á að bregðast við,“ segir Margrét María Ágústsdóttir, nemandi í Lipscomb háskólanum. Skotin til bana af lögreglu Atburðarrásin gerðist hratt en Hale var skotinn til bana af lögreglu fjórtán mínútum eftir að tilkynning barst um árásina. Margrét María segir óþægilegt að vita af svona árás í nágrenninu. Fjöldi skotárása í skólum landsins sé sorgleg staðreynd og því segist Margrét nær alltaf vara um sig í skólanum. „Ég hugsaði náttúrulega strax heim og lét mömmu og pabba vita að þetta væri í gangi svo þau gætu sagt ömmu og afa að það væri í lagi með mig og að ekki væri hætta í mínum skóla. Ég er sjálf í kristnum skóla þannig við báðum fyrir fólkinu sem er að ganga í gegnum þetta.“ Partur af lífinu Tennessee sé alls ekki þekkt fyrir skotárásir í skólum og hefur Margrét fundið fyrir mikilli samstöðu á svæðinu. Viðbrögð Bandaríkjamanna og alþjóðlegra nemenda séu þó gjörólík. Bandarísku nemendurnir hafi lítið kippt sér upp við fréttirnar. „Ef ég hefði ekki frétt af þessu í fréttum þá veit ég ekki hvort mig hefði grunað að eitthvað var í gangi. Gærdagurinn var mjög venjulegur og dagurinn í dag hefur verið mjög venjulegur. Þau tala um nemendurnir sem eru héðan að þetta sé bara partur af lífinu.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25 Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig hinn 28 ára gamli Audrey Hale réðst inn í Covenant háskólann í Nashville í gær vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu áður en hann skaut sex til bana. Meðal fórnarlamba voru skólastjórinn, kennarar og þrjú níu ára börn. Lögregla segir að Hale hafi skipulagt árásina í þaula en á heimili hans fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hann var fyrrverandi nemandi skólans og telur lögregla að hann hafi talið sig eiga harma að hefna og að hann hafi ætlað að láta til skarar skríða á fleiri stöðum. Margrét María Ágústsdóttir er nemandi í háskóla sem staðsettur er í átta mínútna akstursfjarlægð frá Covenant háskólanum. Hún frétti af árásinni í gegnum tölvupóst sem sendur var á nemendur skömmu eftir atburðinn. „Sumir kennarar hættu við tíma en aðrir buðu okkur að lesa fréttir um málið í skólanum. Þannig við vissum ekki alveg hvað var í gangi. Það er óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni, maður veit ekki alveg hvernig maður á að bregðast við,“ segir Margrét María Ágústsdóttir, nemandi í Lipscomb háskólanum. Skotin til bana af lögreglu Atburðarrásin gerðist hratt en Hale var skotinn til bana af lögreglu fjórtán mínútum eftir að tilkynning barst um árásina. Margrét María segir óþægilegt að vita af svona árás í nágrenninu. Fjöldi skotárása í skólum landsins sé sorgleg staðreynd og því segist Margrét nær alltaf vara um sig í skólanum. „Ég hugsaði náttúrulega strax heim og lét mömmu og pabba vita að þetta væri í gangi svo þau gætu sagt ömmu og afa að það væri í lagi með mig og að ekki væri hætta í mínum skóla. Ég er sjálf í kristnum skóla þannig við báðum fyrir fólkinu sem er að ganga í gegnum þetta.“ Partur af lífinu Tennessee sé alls ekki þekkt fyrir skotárásir í skólum og hefur Margrét fundið fyrir mikilli samstöðu á svæðinu. Viðbrögð Bandaríkjamanna og alþjóðlegra nemenda séu þó gjörólík. Bandarísku nemendurnir hafi lítið kippt sér upp við fréttirnar. „Ef ég hefði ekki frétt af þessu í fréttum þá veit ég ekki hvort mig hefði grunað að eitthvað var í gangi. Gærdagurinn var mjög venjulegur og dagurinn í dag hefur verið mjög venjulegur. Þau tala um nemendurnir sem eru héðan að þetta sé bara partur af lífinu.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25 Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25
Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05