Birtu myndband af lögregluþjónum fella árásarmanninn Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2023 15:15 Lögregluþjónarnir komu að Hale á efri hæð skólans, eftir að þeir heyrðu Hale skjóta. AP/Lögreglan í Nashville Lögreglan í Nashville hefur birt myndband úr vestismyndavél lögregluþjónsins sem felldi Audrey E. Hale. Sá síðarnefndi skaut sex manns, þar af þrjú börn, til bana í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær. Skömmu eftir að útkallið barst fóru fimm lögregluþjónar inn í skólann og eltu Hale uppi. Það tók þá um tvær mínútur, frá því þeir fóru inn í skólann, að finna Hale og fella hann. Tilkynning um árásina barst klukkan 10:13 að staðartíma og lögreglan segir að Hale hafi verið felldur um klukkan 10:27. Myndbandið sem birt var í dag er tekið úr vestismyndavél lögregluþjónsins Rex Engelbert sem hefur starfað í lögreglunni í Nashville í fjögur ár. Hann er einn af áðurnefndum fimm lögregluþjónum sem fóru inn í skólann. Engelbert var vopnaður riffli en í upphafi fóru lögregluþjónarnir á milli kennslustofa og tryggðu þær. Það var þar til skothljóð heyrðust en þá hlupu þeir í átt að skothríðinni þar sem þeir komu að Hale og skutu hann til bana. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Lögreglan hefur verið margsaga um Hale frá því árásin átti sér stað. Fyrst var hann sagður 28 ára gömul kona og síðar meir var hann sagður transmaður. Það var þó dregið til baka. AP fréttaveitan hefur svo eftir lögreglunni að Hale hafi fæðst kvenkyns en notast við karlkyns fornöfn. Hale var með tvo hálfsjálfvirka riffla og skammbyssu þegar hann var felldur og er talið að hann hafi ætlað að ráðast á fleiri staði á eftir skólanum, þar sem hann var nemandi á árum áður. Fórnarlömb Hale voru þau Evelyn Dieckhaus, Hallie Scruggs og William Kinney, sem voru níu ára. Auk þeirra dóu þau Cyntia Peak (61), Katherine Koonce (60) og Mike Hill (61). Koons var skólastjóri, Peak var afleysingakennari og Hill var húsvörður. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir einnig er ekki vitað hvort Hale hafi verið með einhver ákveðin skotmörk eða ekki, samkvæmt AP. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Skömmu eftir að útkallið barst fóru fimm lögregluþjónar inn í skólann og eltu Hale uppi. Það tók þá um tvær mínútur, frá því þeir fóru inn í skólann, að finna Hale og fella hann. Tilkynning um árásina barst klukkan 10:13 að staðartíma og lögreglan segir að Hale hafi verið felldur um klukkan 10:27. Myndbandið sem birt var í dag er tekið úr vestismyndavél lögregluþjónsins Rex Engelbert sem hefur starfað í lögreglunni í Nashville í fjögur ár. Hann er einn af áðurnefndum fimm lögregluþjónum sem fóru inn í skólann. Engelbert var vopnaður riffli en í upphafi fóru lögregluþjónarnir á milli kennslustofa og tryggðu þær. Það var þar til skothljóð heyrðust en þá hlupu þeir í átt að skothríðinni þar sem þeir komu að Hale og skutu hann til bana. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Lögreglan hefur verið margsaga um Hale frá því árásin átti sér stað. Fyrst var hann sagður 28 ára gömul kona og síðar meir var hann sagður transmaður. Það var þó dregið til baka. AP fréttaveitan hefur svo eftir lögreglunni að Hale hafi fæðst kvenkyns en notast við karlkyns fornöfn. Hale var með tvo hálfsjálfvirka riffla og skammbyssu þegar hann var felldur og er talið að hann hafi ætlað að ráðast á fleiri staði á eftir skólanum, þar sem hann var nemandi á árum áður. Fórnarlömb Hale voru þau Evelyn Dieckhaus, Hallie Scruggs og William Kinney, sem voru níu ára. Auk þeirra dóu þau Cyntia Peak (61), Katherine Koonce (60) og Mike Hill (61). Koons var skólastjóri, Peak var afleysingakennari og Hill var húsvörður. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir einnig er ekki vitað hvort Hale hafi verið með einhver ákveðin skotmörk eða ekki, samkvæmt AP.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira