Erlent

Lést í bíl­slysi sex dögum eftir að hafa stært sig af tjónleysi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kara Santorelli var átján ára þegar hún lést.
Kara Santorelli var átján ára þegar hún lést.

Hin átján ára gamla Kara Santorelli lést fyrr í mánuðinum eftir að ekið var á bíl hennar í Flórída-fylki í Bandaríkjunum. Sex dögum fyrir slysið birti hún færslu á TikTok þar sem hún montaði sig af því að hafa aldrei keyrt á manneskju eða bíl. 

Kara Santorelli var að aka um þjóðveg 29 í Escambia-sýslu í Flórída þann 17. mars síðastliðinn þegar stór Chevrolet fólksbifreið ók á Nissan bifreið hennar. Chevrolet bifreiðin var á vitlausum vegarhelming þegar slysið átti sér stað. 

Santorelli lést í slysinu en hún var átján ára gömul og á elsta ári í menntaskóla. Talið er að kviknað hafi í báðum bifreiðum eftir slysið en hinn ökumaðurinn lét einnig lífið. 

Einungis sex dögum fyrir slysið hafði Santorelli birt myndskeið, sem sjá má hér fyrir neðan, þar sem hún montaði sig af því að hafa aldrei keyrt á manneskju eða annan bíl. Hún var ágætlega vinsæl á miðlinum fyrir slysið en þetta myndband fór eftir það í mikla dreifingu og hafa 16,8 milljónir manna nú séð það. 

Fjöldi samnemanda Santorelli hefur minnst hennar með því að skilja eftir blóm og aðra hluti á slysstaðnum. Þá hafa bæði vinnustaður hennar og skóli birt færslur um andlát hennar á samfélagsmiðlum þar sem hennar er minnst með fögrum orðum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.