Útsendinguna frá fundinum má sjá hér fyrir neðan en í lok fundarins tók Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, til máls og kynnti nýja og glæsilega auglýsingu fyrir Bestu deildina.
Keppni í Bestu deild karla hefst annan í páskum, mánudaginn 10. apríl, þegar heil umferð fer fram.
Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari með talsverðum yfirburðum á síðasta tímabili. Fylkir og HK eru nýliðar í Bestu deildinni í sumar.