Íslenski boltinn

Svona var kynningarfundur Bestu deildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, fór yfir málin á kynningarfundi Bestu deildar. Íslandsmeistararnir fá veglegan skjöld í sína vörslu eins og á síðustu leiktíð.
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, fór yfir málin á kynningarfundi Bestu deildar. Íslandsmeistararnir fá veglegan skjöld í sína vörslu eins og á síðustu leiktíð. VÍSIR/VILHELM

Vísir var með beina útsendingu frá kynningarfundi Bestu deildar karla í dag. Þar var meðal annars farið yfir könnun á meðal leikmanna um ýmislegt tengt deildinni, og hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna birt.

Útsendinguna frá fundinum má sjá hér fyrir neðan en í lok fundarins tók Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, til máls og kynnti nýja og glæsilega auglýsingu fyrir Bestu deildina.

Klippa: Kynningarfundur fyrir Bestu deildina

Keppni í Bestu deild karla hefst annan í páskum, mánudaginn 10. apríl, þegar heil umferð fer fram.

Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari með talsverðum yfirburðum á síðasta tímabili. Fylkir og HK eru nýliðar í Bestu deildinni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×