Erlent

Á­rásin þaul­skipu­lögð og skot­mörkin mögu­lega fleiri

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hale gekk um ganga skólans og skaut sex til bana.
Hale gekk um ganga skólans og skaut sex til bana. AP/Metropolitan Nashville Police Department

Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu.

Á heimili Hale fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hale var fyrrverandi nemendi í skólanum og lögregla telur að hann hafi talið sig eiga harma að hefna.

Þess ber að geta að lögregla hefur talað um Hale sem „hana“ en Hale notaði karlkyns fornöfn á samfélagsmiðlum síðastliðna mánuði.

Hale skaut sér leið inn í skólann vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu. Meðal fórnarlambanna voru skólastjórinn, umsjónarmaður og afleysingakennari, auk þriggja níu ára barna.

Tilkynning um árásina barst klukkan 10.13 að staðartíma og Hale var skotinn til bana af lögreglu klukkan 10.27.

Covenant School er kristilegur einkaskóli með um það bil 200 nemendur og átta nemendur á hvern kennara. Skólagjöldin eru 16 þúsund dollarar fyrir árið.

Um 108 nemendur og starfsmenn voru fluttir í nálæga kirkju eftir skotárásina, þar sem börnin biðu eftir foreldrum sínum. Yfirmaður skólamála í Nashville sagði foreldrana nú velta því fyrir sér hver væru næstu skref.

„Hvað á maður að gera? Tekur maður börnin að kaupa ís? Á leikvöllinn? Spyr maður hvað þau sáu? Spyr maður ekki hvað þau sáu? Á maður að láta þau mæta í skólann á morgun? Verður skóli á morgun?,“ sagði hún um spurningar foreldranna.

Joe Biden Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær hvatningu sína til þingsins um að setja nýja byssulöggjöf, sem myndi meðal annars fela í sér bann gegn árásarvopnum. Hann sagði árásir af þessu tagi vera að rífa sálina úr bandarísku þjóðinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.