Erlent

Netanyahu frestar málinu og segist ætla í við­ræður við and­stöðuna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Auk mótmælanna höfðu ýmsir opinberir starfsmenn og verkalýðsfélög hótað því að ráðast í umfangsmikla vinnustöðvun. Málinu hefur aðeins verið frestað um nokkrar vikur og því óvíst hvort dregur úr mótmælum í millitíðinni.
Auk mótmælanna höfðu ýmsir opinberir starfsmenn og verkalýðsfélög hótað því að ráðast í umfangsmikla vinnustöðvun. Málinu hefur aðeins verið frestað um nokkrar vikur og því óvíst hvort dregur úr mótmælum í millitíðinni. AP/Ariel Schalit

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur ákveðið að fresta umræðum um afar umdeildar breytingar á lögum um dómstóla fram að næsta þingi. Segist hann í millitíðinni munu freista þess að ná samkomulagi um málið við pólitíska andstæðinga.

Forsætisráðherrann tók þessa ákvörðun í kjölfar gríðarlegra mótmæla vegna breytinganna, sem miðuðu að því að færa stjórnvöldum og þinginu aukið vald yfir dómstólum.

Netanyahu sagðist í ávarpi í gær ekki vera reiðubúinn til að sundra þjóðinni þegar það væri möguleiki á því að ná sátt með viðræðum. Hann, sem forsætisráðherra, myndi taka sér tíma í slíkar viðræður.

Þrýstingurinn á ráðherrann jókst í gær, eftir að tugþúsundir flykktust út á götur fjölda borga eftir að greint var frá því að Netanyahu hefði látið varnarmálaráðherrann fjúka vegna andstöðu hans við breytingarnar.

Þá biðlaði valdalaus forseti landsins til ráðamanna í gær um að staldra við; augu Ísrael og heimsbyggðarinnar allrar væru á þeim.

Netanyahu hefur sætt rannsóknum vegna spillingar og neyddist til að gera ýmsar málamiðlanir til að ná aftur völdum. Til að friðþægja samstarfsflokka sína í gær er hann sagður hafa samþykkt myndun þjóðvarðarliðs, undir stjórn stjórnmálamannsins Itamar Ben-Gvir.

Nýtt þing verður sett eftir nokkrar vikur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×