Enski boltinn

Brasilíu­maðurinn Emer­son þarf að fara undir hnífinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emerson Royal er lykilmaður í liði Tottenham.
Emerson Royal er lykilmaður í liði Tottenham. Tottenham Hotspur FC/Getty Images

Emerson Royal, hægri bakvörður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur og brasilíska landsliðsins, þarf að fara í aðgerð á hné og verður frá næstu vikurnar.

Hinn 24 ára gamli Emerson meiddist í vináttuleik Brasilíu gegn Marokkó á laugardaginn var. Tottenham vonast til að hann geti enn náð eitthvað af þeim leikjum sem eftir er af tímabilinu en talið er að hann verði frá næstu sex vikurnar.

Emerson gekk í raðir Tottenham frá Barcelona í ágúst árið 2021. Hann hefur skorað tvö mörk í 32 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð.

Tottenham situr sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er í leit að nýjum þjálfara þar sem Antonio Conte og félagið komust að samkomulagi um starfslok degi eftir að Emerson meiddist.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.