Hinn 24 ára gamli Emerson meiddist í vináttuleik Brasilíu gegn Marokkó á laugardaginn var. Tottenham vonast til að hann geti enn náð eitthvað af þeim leikjum sem eftir er af tímabilinu en talið er að hann verði frá næstu sex vikurnar.
Emerson gekk í raðir Tottenham frá Barcelona í ágúst árið 2021. Hann hefur skorað tvö mörk í 32 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð.
Emerson Royal is likely to be out for six weeks with a knee injury pic.twitter.com/MvFCyUmw3A
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 27, 2023
Tottenham situr sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er í leit að nýjum þjálfara þar sem Antonio Conte og félagið komust að samkomulagi um starfslok degi eftir að Emerson meiddist.