Læra íslensku sem er sérhæfð fyrir vinnu í skólum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. mars 2023 23:14 Næstum allir sem hafa tekið þátt í leikskólasmiðjunni eru nú þegar komnir með vinnu. Vísir/Einar Í Reykjanesbæ er rekin svokölluð leikskólasmiðja þar sem innflytjendur læra íslensku sem er sérsniðin fyrir störf í leik- og grunnskólum en skortur á íslenskukunnáttu getur staðið fólki af erlendum uppruna fyrir þrifum. Leikskólasmiðjan er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunnar, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Skóla ehf. Margir af þeim sem taka þátt eru með háskólamenntun og jafnvel kennaramenntun frá heimalandinu. Mikill áhugi var á smiðjunni í bænum og komust færri að en vildu, en öll pláss fylltust á fyrsta sólarhringnum. Bókleg kennsla fer fram í skólastofu í hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og svo eru verklegar lotur. Allflestir nemendurnir eru þegar komnir með vinnu. Nanna Bára Maríasdóttir, verkefnastjóri hjá MSS, segir flesta nemendurna hafa reynslu af skólakerfum. „Þetta eru allt saman nemendur sem hafa menntun frá heimalandinu og flestir hafa reynslu í að vinna í skólakerfinu.“ Verkefnið gangi út á meira en bara íslenskukennslu. „Þau eru mjög ánægð og það er gaman að fylgjast með því hvernig þau vaxa líka sem einstaklingar hérna úti í samfélaginu. Við erum að byggja eins og við getum tengsl út í samfélagið. Bæði við skólastarfið, við bókasafnið og við söfnin. Við förum út og byggjum tengingar út í samfélagið sem getur gagnast þeim líka í persónulega lífinu.“ Þrátt fyrir að verkefnið hafi gengið mjög vel þá snýst þetta á endanum, eins og svo margt annað um fjármagn. „Ég ætla að skora á fræðslusjóð og yfirvöld. Þá sem að stýra peningunum, eins og til dæmis menntamálaráðherra, að sjá til þess að við getum verið með fleiri svona smiðjur og fagnám. Þar sem við getum eflt þennan flotta hóp sem við erum að fá til okkar til starfs. Við erum að sjá að þetta virkar, þau eru að týnast út í atvinnulífið og það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt.“ Innflytjendamál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Reykjanesbær Íslensk tunga Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Leikskólasmiðjan er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunnar, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Skóla ehf. Margir af þeim sem taka þátt eru með háskólamenntun og jafnvel kennaramenntun frá heimalandinu. Mikill áhugi var á smiðjunni í bænum og komust færri að en vildu, en öll pláss fylltust á fyrsta sólarhringnum. Bókleg kennsla fer fram í skólastofu í hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og svo eru verklegar lotur. Allflestir nemendurnir eru þegar komnir með vinnu. Nanna Bára Maríasdóttir, verkefnastjóri hjá MSS, segir flesta nemendurna hafa reynslu af skólakerfum. „Þetta eru allt saman nemendur sem hafa menntun frá heimalandinu og flestir hafa reynslu í að vinna í skólakerfinu.“ Verkefnið gangi út á meira en bara íslenskukennslu. „Þau eru mjög ánægð og það er gaman að fylgjast með því hvernig þau vaxa líka sem einstaklingar hérna úti í samfélaginu. Við erum að byggja eins og við getum tengsl út í samfélagið. Bæði við skólastarfið, við bókasafnið og við söfnin. Við förum út og byggjum tengingar út í samfélagið sem getur gagnast þeim líka í persónulega lífinu.“ Þrátt fyrir að verkefnið hafi gengið mjög vel þá snýst þetta á endanum, eins og svo margt annað um fjármagn. „Ég ætla að skora á fræðslusjóð og yfirvöld. Þá sem að stýra peningunum, eins og til dæmis menntamálaráðherra, að sjá til þess að við getum verið með fleiri svona smiðjur og fagnám. Þar sem við getum eflt þennan flotta hóp sem við erum að fá til okkar til starfs. Við erum að sjá að þetta virkar, þau eru að týnast út í atvinnulífið og það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt.“
Innflytjendamál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Reykjanesbær Íslensk tunga Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira