Enski boltinn

Conte loks látinn taka pokann sinn hjá Tottenham

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Antonio Conte er án starfs.
Antonio Conte er án starfs. Andrew Matthews/Getty Images

Ítalski knattspyrnustjórinn Antonio Conte er ekki lengur við stjórnvölin hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu nú í kvöld en í tilkynningunni segir að um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða.

Christian Stellini mun stýra liðinu út leiktíðina ásamt Ryan Mason en þeir voru hluti af þjálfarateymi Conte.

Ítalinn reynslumikli hefur verið við stjórnvölin hjá Lundúnarliðinu undanfarna sextán mánuði en síðustu vikur hafa verið afar stormasamar og hefur Conte meðal annars gagnrýnt leikmenn og hátt setta stjórnendur félagsins opinberlega.


Tengdar fréttir

Lét allt og alla hjá Totten­ham heyra það eftir leik

Antonio Conte var ekki skemmt eftir að lið hans, Tottenham Hotspur, missti niður tveggja marka forystu gegn Southampton, botnliði ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það fengu allt og allir það óþvegið þegar hann mætti á blaðamannafund að leik loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×