Erlent

Báru eld að ráðhúsinu í Bordeaux

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mótmælandi í Frakklandi heldur á skildi sem á stendur „örbyrgð skáldsins".
Mótmælandi í Frakklandi heldur á skildi sem á stendur „örbyrgð skáldsins". AP Photo/Aurelien Morissard

Mótmælendur í borginni Bordeaux í Frakklandi kveiktu í ráðhúsi borgarinnar í gærkvöldi en talið er að fleiri en ein milljón manna hafi mótmælt á götum úti í landinu í gær.

Tilefnið eru gríðarlega umdeildar breytingar frönsku ríkisstjórnarinnar á eftirlaunakerfi landsins, sem þýða að fólk fer nú á eftirlaun 64 ára en ekki 62 ára. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ákvað á dögunum að sniðganga þingið og þröngva breytingunni í gegn. 

Um 120 þúsund manns komu saman í höfuðborginni París og beitti lögregla táragasi gegn mótmælendum nokkrum sinnum en flestir voru mótmælendur þó friðsamir. Alls voru um 80 manns handteknir í öllu landinu í aðgerðum lögreglu í gær.

Tjónið á ráðhúsi Bordeaux er ekki talið mikið en slökkviliðsmenn voru snöggir til að ráða niðurlögum eldsins. Boðað hefur verið til enn frekari mótmæla næstkomandi fimmtudag en þá er von á Karli þriðja Englandskonungi til landsins í opinbera heimsókn.


Tengdar fréttir

Ríkis­stjórn Frakk­lands heldur velli

Vantrauststillaga á hendur ríkisstjórn Frakklands var felld með minnsta mun í dag. Ríkisstjórnin heldur því velli á meðan Frakkar mótmæla á götum úti.

Ekkert lát á mót­mælum í Frakk­landi

Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×