Íslenski boltinn

Þróttarakonur bæta McManus í vörnina hjá sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikenna McManus sést hér til vinstri vi hlið Amöndu Kowalski á tíma sínum sem leikmaður Chicago Red Stars í NWSL deildinni.
Mikenna McManus sést hér til vinstri vi hlið Amöndu Kowalski á tíma sínum sem leikmaður Chicago Red Stars í NWSL deildinni. Getty/Justin Fine

Mikenna McManus hefur gert samkomulag við Þrótt um að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar.

Þróttaraliðið hefur litið afar vel út á undirbúningstímabilinu og þá ekki síst í sóknarleiknum. Þær þurfa ekki mikla hjálp þar enda er McManus mætt til að styrkja vörnina.

Mikenna leikur sem bakvörður eða miðvörður en hún á að baki mjög flottan feril í bandarískum háskólafótbolta þar sem hún lék með Northeastern háskólanum í Boston. A fimm árum í skólanum lék hún 91 leik, 90 í byrjunarliði og var með 8 mörk og 17 stoðsendingar sem varnarmaður.

Eftir háskólanámið þá lá leið hennar til Chicago Red Stars sem leikur í efstu deild bandaríska kvennafótboltans, NWSL.

Þróttur er komið í undanúrslit Lengjubikarsins þar sem liðið mætir Stjörnunni. Þróttarakonur unnu alla fimm leiki sína í riðlinum og það með markatölunni 24-3. Áður hafði liðið unnið alla þrjá leiki sína í Reykjavíkurmótinu með markatölunni 20-1.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×