Undanúrslitin klár: Man City fær B-deildarlið og Man United mætir Brighton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2023 23:00 Brighton hefur átt góðu gengi að fagna gegn Man United að undanförnu. EPA-EFE/Peter Powell Búið er að draga í undanúrslit FA-bikarkeppninnar á Englandi. Mancester City mætir B-deildarliði Sheffield United á meðan Brighton & Hove Albion mætir Manchester United. Enn er möguleiki á Manchester-slag í úrslitum þar sem tvö stærstu liðin drógust ekki á móti hvort öðru í dag. Eflaust hefðu bæði Sheffield United og Brighton & Hove Albion viljað mætast í undanúrslitum en til að upplifa drauminn þurfa þau að slá út bæði Manchester-liðin. Manchester City kemur á fleygiferð inn í undanúrslitin eftir ótrúlegan 6-0 sigur gegn Burnley á laugardag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru á toppi ensku B-deildarinnar en næsti mótherji Man City verður liðið sem er í 2. sæti þeirrar deildar. Stóra spurningin er því í raun: Hversu mörg mörk mun Erling Braut Håland skora í leiknum? Sheffield komst hins vegar í undanúrslitin eftir heldur betur dramatískan sigur á Blackburn Rovers sem leikur einnig í B-deildinni. Lokatölur 3-2 og liðið úr Stálborginni á leiðinni á Wembley að spila við Englandsmeistarana. Brighton & Hove Albion flaug einnig inn í undanúrslitin en liðið mætti Grimsby Town fyrr í dag. Það verður seint sagt að D-deildarlið Grimsby hafi verið mikil fyrirstaða en staðan var þó aðeins 1-0 Brighton í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari sýndi úrvalsdeildarliðið klærnar og vann á endanum sannfærandi 5-0 sigur. Síðasta liðið inn í undanúrslitin var Manchester United. Liðið vann vægast sagt dramatískan 3-1 endurkomu sigur á Fulham þar sem markaskorari liðsins - Aleksandar Mitrović, Willian og Marco Silva - þjálfari liðsins, fengu allir rautt spjald á rúmlega 30 sekúndna kafla sem sneri leiknum Man United í hag. Báðir leikirnir fara fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga, og báðir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Enn er möguleiki á Manchester-slag í úrslitum þar sem tvö stærstu liðin drógust ekki á móti hvort öðru í dag. Eflaust hefðu bæði Sheffield United og Brighton & Hove Albion viljað mætast í undanúrslitum en til að upplifa drauminn þurfa þau að slá út bæði Manchester-liðin. Manchester City kemur á fleygiferð inn í undanúrslitin eftir ótrúlegan 6-0 sigur gegn Burnley á laugardag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru á toppi ensku B-deildarinnar en næsti mótherji Man City verður liðið sem er í 2. sæti þeirrar deildar. Stóra spurningin er því í raun: Hversu mörg mörk mun Erling Braut Håland skora í leiknum? Sheffield komst hins vegar í undanúrslitin eftir heldur betur dramatískan sigur á Blackburn Rovers sem leikur einnig í B-deildinni. Lokatölur 3-2 og liðið úr Stálborginni á leiðinni á Wembley að spila við Englandsmeistarana. Brighton & Hove Albion flaug einnig inn í undanúrslitin en liðið mætti Grimsby Town fyrr í dag. Það verður seint sagt að D-deildarlið Grimsby hafi verið mikil fyrirstaða en staðan var þó aðeins 1-0 Brighton í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari sýndi úrvalsdeildarliðið klærnar og vann á endanum sannfærandi 5-0 sigur. Síðasta liðið inn í undanúrslitin var Manchester United. Liðið vann vægast sagt dramatískan 3-1 endurkomu sigur á Fulham þar sem markaskorari liðsins - Aleksandar Mitrović, Willian og Marco Silva - þjálfari liðsins, fengu allir rautt spjald á rúmlega 30 sekúndna kafla sem sneri leiknum Man United í hag. Báðir leikirnir fara fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga, og báðir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira