Íslenski boltinn

KA mætir Val í úr­slitum Lengju­bikarsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristijan Jajalo var hetja KA en hann varði tvær vítaspyrnur.
Kristijan Jajalo var hetja KA en hann varði tvær vítaspyrnur. Vísir/Hulda Margrét

KA hafði betur gegn ÍBV í undanúrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Þar sem ekkert var skorað í hefðbundnum leiktíma þurfti að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Ekki er farið í framlengingu í Lengjubikarnum svo menn fóru ferskir á vítapunktinn.

  • Hallgrímur Mar Steingrímsson fór fyrstur á punktinn og kom KA yfir.
  • Eiður Aron Sigurbjörnsson jafnaði metin fyrir ÍBV.
  • Sveinn Margeir Hauksson kom KA aftur yfir.
  • Filip Valenčič jafnaði fyrir ÍBV.
  • Bjarni Aðalsteinsson kom KA yfir af öryggi.
  • Elvis Okello Bwomono átti laust skot niðri í vinstra hornið sem Kristijan Jajalo varði.
  • Hrannar Björn Steingrímsson sá til þess að KA hafði skorað úr öllum fjórum spyrnunum sínum.
  • Felix Örn Friðriksson hélt vonum ÍBV á lífi.
  • Harley Willard gat tryggt KA sæti í úrslitum en Guy Smit greip slaka spyrnu Willard.
  • Alex Freyr Hilmarsson gat komið keppninni í bráðabana en Jajalo varði frábærlega og tryggði KA sæti í úrslitum.

Úrslitaleikurinn fer fram 30. mars næstkomandi. Hver á enn eftir að koma í ljós en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.