Macron þvingar í gegn breytingar á lífeyriskerfi Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2023 14:46 Frakkar risu upp á afturlappirnar þegar ríkisstjórn Emmanuels Macron forseta ætlaði að hækka eftirlaunaaldur um tvö ár. AP/MIchel Spingler Franska ríkisstjórnin ákvað að þvinga í gegn óvinsælar breytinga á eftirlaunakerfi landsins rétt áður en atkvæðagreiðsla átti að fara fram um þær í neðri deild þingsins í dag. Ákvörðunin byggir á sérstöku stjórnarskrárákvæði. Áformum ríkisstjórnar Emmanuels Macron forseta um að hækka eftirlaunaaldur úr 62 árum í 64 hefur verið mætt með mikilli andstöðu, verkföllum og mótmælum í Frakklandi. Þrátt fyrir að hann hafi unnið endurkjör í forsetakosningum í fyrra þar sem hann hafði umbætur á eftirlaunakerfinu á stefnuskrá sinni er flokkur hans ekki með meirihluta á þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rétt áður en þingmenn í neðri deild þingsins áttu að greiða atkvæði um frumvarpið í dag tilkynnti Elisabeth Borne, forsætisráðherra, að ríkisstjórnin ætlaði að nýta sér ákvæði stjórnarskrárinnar sem gerir henni kleift að gera frumvarpið að lögum án aðkomu þingsins. Þingmenn bauluðu á Borne og var hlé gert á þingfundi þegar vinstrimenn í salnum komu í veg fyrir að forsætisráðherrann gæti tekið til máls með því að syngja þjóðsönginn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrir utan þinghúsið stóðu vopnaðir verðir og óreiðarlögreglumenn vörð. Ólíklegt er að ákvörðun ríkisstjórnarinnar verði til þess að lægja öldurnar í frönsku samfélagi. Búist er við því að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina í kjölfarið. Frakkland Tengdar fréttir Frakkar vilja ekki hækka eftirlaunaaldurinn Forseti Frakklands er ákveðinn í að hækka eftirlaunaaldur Frakka úr 62 árum í 64. 70% þjóðarinnar er andsnúinn þeim áformum og komið hefur til harðra mótmæla. Hækkun eftirlaunaaldursins gæti styrkt stöðu franskra þjóðernissinna. 12. febrúar 2023 16:31 5.600 tonn af rusli hlaðborð fyrir rottur Parísarborgar Borgaryfirvöld í París segja 5.600 tonn af rusli hafa safnast upp í borginni eftir að sorphirðustarfsmenn lögðu niður störf til að mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64 ár. 15. mars 2023 09:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Áformum ríkisstjórnar Emmanuels Macron forseta um að hækka eftirlaunaaldur úr 62 árum í 64 hefur verið mætt með mikilli andstöðu, verkföllum og mótmælum í Frakklandi. Þrátt fyrir að hann hafi unnið endurkjör í forsetakosningum í fyrra þar sem hann hafði umbætur á eftirlaunakerfinu á stefnuskrá sinni er flokkur hans ekki með meirihluta á þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rétt áður en þingmenn í neðri deild þingsins áttu að greiða atkvæði um frumvarpið í dag tilkynnti Elisabeth Borne, forsætisráðherra, að ríkisstjórnin ætlaði að nýta sér ákvæði stjórnarskrárinnar sem gerir henni kleift að gera frumvarpið að lögum án aðkomu þingsins. Þingmenn bauluðu á Borne og var hlé gert á þingfundi þegar vinstrimenn í salnum komu í veg fyrir að forsætisráðherrann gæti tekið til máls með því að syngja þjóðsönginn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrir utan þinghúsið stóðu vopnaðir verðir og óreiðarlögreglumenn vörð. Ólíklegt er að ákvörðun ríkisstjórnarinnar verði til þess að lægja öldurnar í frönsku samfélagi. Búist er við því að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina í kjölfarið.
Frakkland Tengdar fréttir Frakkar vilja ekki hækka eftirlaunaaldurinn Forseti Frakklands er ákveðinn í að hækka eftirlaunaaldur Frakka úr 62 árum í 64. 70% þjóðarinnar er andsnúinn þeim áformum og komið hefur til harðra mótmæla. Hækkun eftirlaunaaldursins gæti styrkt stöðu franskra þjóðernissinna. 12. febrúar 2023 16:31 5.600 tonn af rusli hlaðborð fyrir rottur Parísarborgar Borgaryfirvöld í París segja 5.600 tonn af rusli hafa safnast upp í borginni eftir að sorphirðustarfsmenn lögðu niður störf til að mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64 ár. 15. mars 2023 09:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Frakkar vilja ekki hækka eftirlaunaaldurinn Forseti Frakklands er ákveðinn í að hækka eftirlaunaaldur Frakka úr 62 árum í 64. 70% þjóðarinnar er andsnúinn þeim áformum og komið hefur til harðra mótmæla. Hækkun eftirlaunaaldursins gæti styrkt stöðu franskra þjóðernissinna. 12. febrúar 2023 16:31
5.600 tonn af rusli hlaðborð fyrir rottur Parísarborgar Borgaryfirvöld í París segja 5.600 tonn af rusli hafa safnast upp í borginni eftir að sorphirðustarfsmenn lögðu niður störf til að mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64 ár. 15. mars 2023 09:00