Tottenham goðsagnir hafa eftir allt saman verið Man City aðdáendur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 11:02 Teddy Sheringham og Glenn Hoddle spiluðu báðir fyrir Tottenham en í grunninn eru þeir Manchester City aðdéndur. Eða hvað? Steve Bardens/Getty Images Arsenal leiðir baráttuna um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla eins og staðan er í dag. Manchester City fylgir fast á hæla þeirra og virðast nokkrir af fyrrverandi leikmönnum Tottenham Hotspur, menn sem titla mætti goðsagnir, hafa því tekið upp á því að styðja þá bláklæddu frá Manchester. Og segjast jafnvel hafa gert það í fjölda mörg ár. Það þarf ekkert að fara eins og köttur um heitan graut þegar kemur að rígnum á milli Tottenham og Arsenal. „Mind the gap“ og allt það. Stuðningsfólk liðanna elskar að pota í hvort annað og vera með almenn leiðindi ef öðru gengur vel en hinu illa. Undanfarin ár hefur Tottenham haft betur í baráttunni um Norður-Lundúnir en Skytturnar eru án alls efa betra liðið í dag. Ekki nóg með það heldur virðast þær vera besta lið Englands. Það hefur leitt af sér að ótrúlegustu menn eru farnir að halda með Manchester City. Sumir þeirra ganga enn lengra og hafa sogið inn í sig allt sem tengist því að vera stuðningsmaður Man City. With the title race going down to the wire, we asked some Spurs legends who they want to win the league 18+ BeGambleAware pic.twitter.com/dDZpe8M26b— Paddy Power (@paddypower) March 13, 2023 Má þar nefna Glenn Hoddle en hann spilaði á sínum tíma 377 leiki fyrir Tottenham og skoraði 88 mörk. Hann var svo þjálfari Tottenham frá 2001 til 2003. Hoddle lék einnig 53 A-landsleiki fyrir Englandshönd sem og hann þjálfaði liðið frá 1996 til 1999. Teddy Sheringham er annar. Hann spilaði fyrir Tottenham frá 1992 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2003. Spilaði hann 236 leiki á þeim tíma og skoraði 97 mörk. Þá lék hann 51 leik fyrir Englands hönd. Hinn 56 ára gamli Sheringham virðist í dag mikill aðdáandi tónlistarmannsins Liam Gallagher sem gerði garði frægan með bróðir sinum í hljómsveitinni Oasis á sínum tíma. Gallagher-bræðurnir eru miklir aðdáendur Man City og virðist sem Sheringham sé það líka, þó svo að hann hafi lengi vel spilað og unnið titla með Manchester United. Teddy Sheringham goes Mad Fer It!! - Paddy Power pic.twitter.com/e0Zm5XNDsz— Anything Oasis Official (@AnythingOasis) March 15, 2023 Gerry Francis náði aldrei að spila með Tottenham en hann stýrði liðinu frá 1994 til 1997. Hann, líkt og tvíeykið hér að ofan, var þó eftir allt saman aðdáandi Manchester City frá unga aldri. Að lokum er það Darren Anderton. Hann lék með Tottenham frá 1992 til 2004 ásamt því að spila 30 leiki fyrir A-landslið Englands. Hann segist í raun ekki halda með Man City, hann hefur bara einfaldlega hata Arsenal. Arsenal er sem stendur í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 66 stig, fimm stigum meira en Man City í 2. sætinu. Tottenham situr í 4. sæti með 47 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Það þarf ekkert að fara eins og köttur um heitan graut þegar kemur að rígnum á milli Tottenham og Arsenal. „Mind the gap“ og allt það. Stuðningsfólk liðanna elskar að pota í hvort annað og vera með almenn leiðindi ef öðru gengur vel en hinu illa. Undanfarin ár hefur Tottenham haft betur í baráttunni um Norður-Lundúnir en Skytturnar eru án alls efa betra liðið í dag. Ekki nóg með það heldur virðast þær vera besta lið Englands. Það hefur leitt af sér að ótrúlegustu menn eru farnir að halda með Manchester City. Sumir þeirra ganga enn lengra og hafa sogið inn í sig allt sem tengist því að vera stuðningsmaður Man City. With the title race going down to the wire, we asked some Spurs legends who they want to win the league 18+ BeGambleAware pic.twitter.com/dDZpe8M26b— Paddy Power (@paddypower) March 13, 2023 Má þar nefna Glenn Hoddle en hann spilaði á sínum tíma 377 leiki fyrir Tottenham og skoraði 88 mörk. Hann var svo þjálfari Tottenham frá 2001 til 2003. Hoddle lék einnig 53 A-landsleiki fyrir Englandshönd sem og hann þjálfaði liðið frá 1996 til 1999. Teddy Sheringham er annar. Hann spilaði fyrir Tottenham frá 1992 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2003. Spilaði hann 236 leiki á þeim tíma og skoraði 97 mörk. Þá lék hann 51 leik fyrir Englands hönd. Hinn 56 ára gamli Sheringham virðist í dag mikill aðdáandi tónlistarmannsins Liam Gallagher sem gerði garði frægan með bróðir sinum í hljómsveitinni Oasis á sínum tíma. Gallagher-bræðurnir eru miklir aðdáendur Man City og virðist sem Sheringham sé það líka, þó svo að hann hafi lengi vel spilað og unnið titla með Manchester United. Teddy Sheringham goes Mad Fer It!! - Paddy Power pic.twitter.com/e0Zm5XNDsz— Anything Oasis Official (@AnythingOasis) March 15, 2023 Gerry Francis náði aldrei að spila með Tottenham en hann stýrði liðinu frá 1994 til 1997. Hann, líkt og tvíeykið hér að ofan, var þó eftir allt saman aðdáandi Manchester City frá unga aldri. Að lokum er það Darren Anderton. Hann lék með Tottenham frá 1992 til 2004 ásamt því að spila 30 leiki fyrir A-landslið Englands. Hann segist í raun ekki halda með Man City, hann hefur bara einfaldlega hata Arsenal. Arsenal er sem stendur í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 66 stig, fimm stigum meira en Man City í 2. sætinu. Tottenham situr í 4. sæti með 47 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira