Milley tjáði sig um málið á blaðamannafundi í kjölfar símtals við Valery Gerasimov, yfirmann rússneska heraflans. Afar fátítt er að háttsettir yfirmenn herja Bandaríkjanna og Rússlands ræði saman.
Að sögn Milley er flygyldið líklega á um 1.200 til 1.500 metra dýpi og hann sagði mögulegar björgunaraðgerðir myndu verða afar erfiðar, tæknilega séð.
Þá sagði hann að þau gögn sem dróninn hefði aflað yrðu ekki aðgengileg öðrum. Gripið hefði verið til ráðstafana þannig að það sem mögulega hefði verið einhvers virði væri það ekki lengur.
MQ-9 Raptor flygyldi Bandaríkjamanna brotlenti eftir að hafa hitt fyrir tvær herþotur Rússa yfir alþjóðlegu hafsvæði. Önnur þotan var sögð hafa losað eldsneyti á drónann og hin stuggað við honum.