Tottenham neitar að selja Kane næsta sumar og gæti misst hann frítt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 12:01 Hvað gerir Kane í sumar? Getty Images/Richard Sellers Þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar í sumar verður aðeins ár þangað til samningur framherjans Harry Kane við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur rennur út. Hann virðist ekki vera á leiðinni að skrifa undir nýjan samning en það breytir því ekki að Tottenham hefur engan áhuga á að selja sinn besta mann. Talið er að fjöldi liða muni horfa hýru auga til Kane í sumar. Hann fagnar þrítugs afmæli sínu þann 28. júlí næstkomandi og verður því þann mund að verða 31 árs þegar samningur hans rennur út sumarið 2024. Manchester United hefur lengi vel horft á Kane sem manninn sem getur leidd sóknarlínu liðsins. Hvort Kane sé sama sinnis er annað mál en það er ljóst að Man United getur borgað honum mun hærri laun en Tottenham og þá hefur félagið gert nokkuð nýverið sem Tottenham Kane hefur ekki enn gert á ferli sínum, unnið titil. Sky Sports greinir frá því að Kane sé líklega númer eitt á innkaupalista Man United næsta sumar en félagið þarf þó að standast fjárhagsreglur og því er ekki víst hversu miklu það getur eytt. Það þarf hins vegar nýjan framherja þar sem Wout Weghorst er aðeins á láni og Anthony Martial er einfaldlega meira á nuddbekknum í inniskóm heldur en út á grasi í takkaskóm. Ásamt Kane þá eru Victor Osimhen [Napoli], Gonçalo Ramos [Benfica], Lautaro Martínez [Inter Milan], Dušan Vlahović [Juventus] og Mohammed Kudus [Ajax]. Osimhen at double as Napoli reach first quarter-final — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 15, 2023 Hvað Kane varðar, ef hann skrifar ekki undir nýjan samning þá getur hann samið við lið utan Englands í janúar á næsta ári. Það er eitthvað sem ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern München vonast til að gerist. Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Liverpool sem og enska landsliðsins, segir að Man United sé eini raunhæfi möguleikinn fyrir Kane á Englandi fari hann frá Tottenham. Harry Kane hefur skorað 203 mörk í ensku úrvalsdeildinni.Michael Regan/Getty Images „Ég vill ekki sjá hann hjá Man United, af augljósum ástæðum. Ef þú hugsar út í það, Manchester City er með Erling Braut Håland, Liverpool er með Darwin Núñez og hann getur ekki farið til Arsenal.“ Aðspurður hvort hann sjá Kane fyrir sér hjá Bayern: „Hann vill ná markametinu á Englandi. Verði hann í ensku úrvalsdeildinni allt þangað til hann leggur skóna á hilluna þá verður hann markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Það er einstakt afrek.“ Eina leiðin fyrir Kane til að þagga niður í fréttamiðlum er að skrifa undir nýjan samning hjá Tottenham. Sem stendur virðist hann ekki hafa áhuga á því og því verðu forvitnilegt að sjá hvað gerist í sumar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Talið er að fjöldi liða muni horfa hýru auga til Kane í sumar. Hann fagnar þrítugs afmæli sínu þann 28. júlí næstkomandi og verður því þann mund að verða 31 árs þegar samningur hans rennur út sumarið 2024. Manchester United hefur lengi vel horft á Kane sem manninn sem getur leidd sóknarlínu liðsins. Hvort Kane sé sama sinnis er annað mál en það er ljóst að Man United getur borgað honum mun hærri laun en Tottenham og þá hefur félagið gert nokkuð nýverið sem Tottenham Kane hefur ekki enn gert á ferli sínum, unnið titil. Sky Sports greinir frá því að Kane sé líklega númer eitt á innkaupalista Man United næsta sumar en félagið þarf þó að standast fjárhagsreglur og því er ekki víst hversu miklu það getur eytt. Það þarf hins vegar nýjan framherja þar sem Wout Weghorst er aðeins á láni og Anthony Martial er einfaldlega meira á nuddbekknum í inniskóm heldur en út á grasi í takkaskóm. Ásamt Kane þá eru Victor Osimhen [Napoli], Gonçalo Ramos [Benfica], Lautaro Martínez [Inter Milan], Dušan Vlahović [Juventus] og Mohammed Kudus [Ajax]. Osimhen at double as Napoli reach first quarter-final — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 15, 2023 Hvað Kane varðar, ef hann skrifar ekki undir nýjan samning þá getur hann samið við lið utan Englands í janúar á næsta ári. Það er eitthvað sem ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern München vonast til að gerist. Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Liverpool sem og enska landsliðsins, segir að Man United sé eini raunhæfi möguleikinn fyrir Kane á Englandi fari hann frá Tottenham. Harry Kane hefur skorað 203 mörk í ensku úrvalsdeildinni.Michael Regan/Getty Images „Ég vill ekki sjá hann hjá Man United, af augljósum ástæðum. Ef þú hugsar út í það, Manchester City er með Erling Braut Håland, Liverpool er með Darwin Núñez og hann getur ekki farið til Arsenal.“ Aðspurður hvort hann sjá Kane fyrir sér hjá Bayern: „Hann vill ná markametinu á Englandi. Verði hann í ensku úrvalsdeildinni allt þangað til hann leggur skóna á hilluna þá verður hann markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Það er einstakt afrek.“ Eina leiðin fyrir Kane til að þagga niður í fréttamiðlum er að skrifa undir nýjan samning hjá Tottenham. Sem stendur virðist hann ekki hafa áhuga á því og því verðu forvitnilegt að sjá hvað gerist í sumar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira