„Börnin farin að óttast að álögin séu komin á þau“ Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2023 08:30 Kristján Haagensen nýtur þess að heimsækja Old Trafford en hann á þó enn eftir að sjá Manchester United skora mark þar. Kristján Haagensen hefur ekki beinlínis haft heppnina með sér þegar hann ferðast til Englands að sjá sína menn í Manchester United spila. Hann hefur nefnilega ekki enn séð þá skora eitt einasta mark. Kristján gerði fimmtu tilraunina til að sjá United skora nú á sunnudaginn, á Old Trafford gegn Southampton sem er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli en United missti Casemiro af velli með rautt spjald í fyrri hálfleiknum. „Það hafa nú ekki tapast nema tveir leikir af þessum fimm. Það eru þrjú 0-0 jafntefli þarna,“ segir Kristján léttur í bragði og reynir að líta á björtu hliðarnar. En mun hann hætta sér aftur út á United-leik? „Já, já, já. Nú eru reyndar börnin farin að óttast að álögin séu komin á þau. Þetta var fyrsti leikurinn þeirra. En við þurfum bara að fara oftar,“ segir Kristján hlæjandi en hann var í sjö manna hópi á Old Trafford á sunnudag. Með í för voru kona hans og tveir synir, sem og bróðir Kristjáns, mágkona og sonur. Kristján bendir á að í fjórum af ferðunum hafi Karl bróðir hans verið með í för og sömuleiðis aldrei séð United skora mark með berum augum. En ætli þeim verði hleypt aftur inn á Old Trafford? „Kannski ekki fyrst ég ákvað að veita þetta viðtal. Það stóð helst í mér – að mér yrði bara bannað að fara á völlinn… Þetta er alveg lygilegt,“ viðurkennir Kristján laufléttur. Brottrekstur Casemiro hafði mikil áhrif á leik Manchester United gegn Southampton á sunnudag, sem Kristján horfði á úr stúkunni.Getty/James Gill Fyrsti leikurinn rétt áður en United vann þrennuna Fyrsti leikurinn sem Kristján fór á, þá með bræðrum sínum, var á besta ári í sögu Manchester United, eða vorið 1999. Þeir sáu þá bikarleik gegn Chelsea í mars „þar sem boltinn var inni í teignum hjá Chelsea nánast allan leikinn“ en markalaust jafntefli varð niðurstaðan og liðin þurftu að mætast að nýju, þar sem United vann á leið sinni að þrennunni. Kristján var einnig viðstaddur þegar Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea, í leik við United um Samfélagsskjöldinn á Wembley árið 2000, sem Chelsea vann 2-0. Sama ár sá hann svo United tapa 1-0 á heimavelli gegn Liverpool eftir aukaspyrnu Danny Murphy, sem dæmd var „þegar Gary Neville tók blaktakta og sló boltann“. Sá í hvað stefndi og græddi pening Nú síðast hafði Kristján svo hætt sér á Anfield, heimavöll erkifjendanna í Liverpool, þar sem hann sá markalaust jafntefli en hafði þó fleira upp úr krafsinu. „Ég tippaði nú á þann leik. Ég sá fram á að það besta sem ég gæti fengið út úr þeim leik væri 0-0 jafntefli og ég græddi þónokkurn pening á því. Ég grínaðist með það að ég ætti nú að leggja undir á 0-0 í þessum leik gegn Southampton líka en ég gerði það nú ekki,“ segir Kristján. Marcus Rashford hefur verið sjóðheitur á þessu ári en honum tókst ekki að aflétta bölvun Kristjáns.EPA-EFE/Adam Vaughan Faðmaði soninn en sá svo að enginn annar fagnaði En hann hlýtur að hafa verið nokkuð bjartsýnn í ljósi gengis United eftir áramót, fyrir leik gegn neðsta liðinu, jafnvel þrátt fyrir sína sögu? „Það er svolítið síðan að við völdum þennan leik og þá var ekkert planið að velja leik gegn liðinu í neðsta sæti. Ég var með einhverjar áhyggjur af leikjaálaginu og svona en maður var ánægður með úrslitin á fimmtudaginn, þar sem þeir unnu 4-1 [gegn Real Betis], og svo sá ég á uppstillingunni að allir bestu væru inn á. Þetta leit því nokkuð vel út þarna í byrjun, þangað til að okkar maður var rekinn út af. Eftir það var maður nokkuð sáttur við að fá stigið,“ segir Kristján. „Ég fagnaði reyndar einu „marki“. Þá fór boltinn í stöngina og hvarf inn í markið sýndist mér, en hafði þá farið í hina áttina. Ég stökk upp og faðmaði son minn en tók svo eftir því að það var enginn annar að fagna með mér,“ bætir hann við skellihlæjandi. „Mig minnir einmitt að við höfum fengið að sjá eitt mark á sínum tíma, hjá Dwight Yorke, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þú sérð hvað við erum að reyna að grafa djúpt,“ segir Kristján léttur en hann þarf enn að bíða eftir að bölvuninni verði aflétt og að hann njóti í fyrsta sinn löglegs marks United í stúkunni. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Kristján gerði fimmtu tilraunina til að sjá United skora nú á sunnudaginn, á Old Trafford gegn Southampton sem er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli en United missti Casemiro af velli með rautt spjald í fyrri hálfleiknum. „Það hafa nú ekki tapast nema tveir leikir af þessum fimm. Það eru þrjú 0-0 jafntefli þarna,“ segir Kristján léttur í bragði og reynir að líta á björtu hliðarnar. En mun hann hætta sér aftur út á United-leik? „Já, já, já. Nú eru reyndar börnin farin að óttast að álögin séu komin á þau. Þetta var fyrsti leikurinn þeirra. En við þurfum bara að fara oftar,“ segir Kristján hlæjandi en hann var í sjö manna hópi á Old Trafford á sunnudag. Með í för voru kona hans og tveir synir, sem og bróðir Kristjáns, mágkona og sonur. Kristján bendir á að í fjórum af ferðunum hafi Karl bróðir hans verið með í för og sömuleiðis aldrei séð United skora mark með berum augum. En ætli þeim verði hleypt aftur inn á Old Trafford? „Kannski ekki fyrst ég ákvað að veita þetta viðtal. Það stóð helst í mér – að mér yrði bara bannað að fara á völlinn… Þetta er alveg lygilegt,“ viðurkennir Kristján laufléttur. Brottrekstur Casemiro hafði mikil áhrif á leik Manchester United gegn Southampton á sunnudag, sem Kristján horfði á úr stúkunni.Getty/James Gill Fyrsti leikurinn rétt áður en United vann þrennuna Fyrsti leikurinn sem Kristján fór á, þá með bræðrum sínum, var á besta ári í sögu Manchester United, eða vorið 1999. Þeir sáu þá bikarleik gegn Chelsea í mars „þar sem boltinn var inni í teignum hjá Chelsea nánast allan leikinn“ en markalaust jafntefli varð niðurstaðan og liðin þurftu að mætast að nýju, þar sem United vann á leið sinni að þrennunni. Kristján var einnig viðstaddur þegar Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea, í leik við United um Samfélagsskjöldinn á Wembley árið 2000, sem Chelsea vann 2-0. Sama ár sá hann svo United tapa 1-0 á heimavelli gegn Liverpool eftir aukaspyrnu Danny Murphy, sem dæmd var „þegar Gary Neville tók blaktakta og sló boltann“. Sá í hvað stefndi og græddi pening Nú síðast hafði Kristján svo hætt sér á Anfield, heimavöll erkifjendanna í Liverpool, þar sem hann sá markalaust jafntefli en hafði þó fleira upp úr krafsinu. „Ég tippaði nú á þann leik. Ég sá fram á að það besta sem ég gæti fengið út úr þeim leik væri 0-0 jafntefli og ég græddi þónokkurn pening á því. Ég grínaðist með það að ég ætti nú að leggja undir á 0-0 í þessum leik gegn Southampton líka en ég gerði það nú ekki,“ segir Kristján. Marcus Rashford hefur verið sjóðheitur á þessu ári en honum tókst ekki að aflétta bölvun Kristjáns.EPA-EFE/Adam Vaughan Faðmaði soninn en sá svo að enginn annar fagnaði En hann hlýtur að hafa verið nokkuð bjartsýnn í ljósi gengis United eftir áramót, fyrir leik gegn neðsta liðinu, jafnvel þrátt fyrir sína sögu? „Það er svolítið síðan að við völdum þennan leik og þá var ekkert planið að velja leik gegn liðinu í neðsta sæti. Ég var með einhverjar áhyggjur af leikjaálaginu og svona en maður var ánægður með úrslitin á fimmtudaginn, þar sem þeir unnu 4-1 [gegn Real Betis], og svo sá ég á uppstillingunni að allir bestu væru inn á. Þetta leit því nokkuð vel út þarna í byrjun, þangað til að okkar maður var rekinn út af. Eftir það var maður nokkuð sáttur við að fá stigið,“ segir Kristján. „Ég fagnaði reyndar einu „marki“. Þá fór boltinn í stöngina og hvarf inn í markið sýndist mér, en hafði þá farið í hina áttina. Ég stökk upp og faðmaði son minn en tók svo eftir því að það var enginn annar að fagna með mér,“ bætir hann við skellihlæjandi. „Mig minnir einmitt að við höfum fengið að sjá eitt mark á sínum tíma, hjá Dwight Yorke, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þú sérð hvað við erum að reyna að grafa djúpt,“ segir Kristján léttur en hann þarf enn að bíða eftir að bölvuninni verði aflétt og að hann njóti í fyrsta sinn löglegs marks United í stúkunni.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn