Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2023 11:09 Xi Jinping, er talinn einn valdamesti leiðtogi Kína um árabil. AP/Andy Wong Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. Þetta sagði Xi á fundi hjá æðstu mönnum Kommúnistaflokks Kína í morgun. Xi er valdamesti leiðtogi Kína um árabil en hann veitti sjálfum sér nýverið þriðja fimm ára kjörtímabilið sem framkvæmdastjóri Kommúnistaflokks Kína. Hingað til hafa leiðtogar ekki fengið fleiri en tvö kjörtímabil en Xi þykir líklegur til að stjórna Kína eins lengi og honum sýnist. Kínverskir erindrekar miðluðu mála milli yfirvalda í Sádi-Arabíu og Íran en eftir viðræður var tilkynnt í síðustu viku að ríkin ætluðu að taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik. Xi mun hafa tekið virkan þátt í þeim viðræðum en hann tók á móti forseta Írans í Peking í síðasta mánuði og ferðaðist til Sádi-Arabíu í desember. Samkomulagið þykir pólitískur sigur fyrir Kína en ráðamenn í Mið-Austurlöndum telja Bandaríkjamenn vera að draga úr aðkomu þeirra að málefnum svæðisins. Íranar og Sádar hafa um árabil eldað grátt silfur saman. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Kína sé orðinn langstærsti kaupandi olíu og jarðgass frá Mið-Austurlöndum, samhliða því að Bandaríkin hafa aukið eigin framleiðslu og hefur ríkið verið gert mun minna háð Mið-Austurlöndum. Mikil spenna milli stórvelda Mikil spenna ríkir milli Kína og Bandaríkjanna um þessar mundir. Þær má að miklu leyti rekja til þess að Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, upp að ströndum ríkja eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Þar hafa Kínverjar gert eyjur úr rifum og byggt herstöðvar á þessum eyjum og komið þar fyrir vopnum og hermönnum. Sjá einnig: Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Spennuna má einnig rekja til málefna Taívans, sem Kínverjar gera tilkall til. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína hafa sakað Bandaríkin um að „halda aftur af“ framþróun Kína. Bandaríkjamenn og aðrir á Vesturlöndum hafa miklar áhyggjur af því að Xi ætli að aðstoða Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu. Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa rætt sín á milli um að senda Rússum vopn og skotfæri, sem þá skortir. Sjá einnig: Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína Kínverjar hafa hingað til ekki viljað fordæma innrás Rússa í Úkraínu en Kínverjar sátu til að mynda hjá þegar innrásin var nýverið fordæmd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fregnir bárust svo af því fyrr á árinu að Xi ætlaði í heimsókn til Moskvu og var talið að af henni yrði í apríl eða í maí. Nú segir Reuters að Xi muni mögulega fara til Rússlands í næstu viku. Þar muni Xi funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en þeir hafa áður hist 39 sinnum. Suður-Kínahaf Kína Sádi-Arabía Íran Bandaríkin Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Þetta sagði Xi á fundi hjá æðstu mönnum Kommúnistaflokks Kína í morgun. Xi er valdamesti leiðtogi Kína um árabil en hann veitti sjálfum sér nýverið þriðja fimm ára kjörtímabilið sem framkvæmdastjóri Kommúnistaflokks Kína. Hingað til hafa leiðtogar ekki fengið fleiri en tvö kjörtímabil en Xi þykir líklegur til að stjórna Kína eins lengi og honum sýnist. Kínverskir erindrekar miðluðu mála milli yfirvalda í Sádi-Arabíu og Íran en eftir viðræður var tilkynnt í síðustu viku að ríkin ætluðu að taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik. Xi mun hafa tekið virkan þátt í þeim viðræðum en hann tók á móti forseta Írans í Peking í síðasta mánuði og ferðaðist til Sádi-Arabíu í desember. Samkomulagið þykir pólitískur sigur fyrir Kína en ráðamenn í Mið-Austurlöndum telja Bandaríkjamenn vera að draga úr aðkomu þeirra að málefnum svæðisins. Íranar og Sádar hafa um árabil eldað grátt silfur saman. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Kína sé orðinn langstærsti kaupandi olíu og jarðgass frá Mið-Austurlöndum, samhliða því að Bandaríkin hafa aukið eigin framleiðslu og hefur ríkið verið gert mun minna háð Mið-Austurlöndum. Mikil spenna milli stórvelda Mikil spenna ríkir milli Kína og Bandaríkjanna um þessar mundir. Þær má að miklu leyti rekja til þess að Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, upp að ströndum ríkja eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Þar hafa Kínverjar gert eyjur úr rifum og byggt herstöðvar á þessum eyjum og komið þar fyrir vopnum og hermönnum. Sjá einnig: Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Spennuna má einnig rekja til málefna Taívans, sem Kínverjar gera tilkall til. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína hafa sakað Bandaríkin um að „halda aftur af“ framþróun Kína. Bandaríkjamenn og aðrir á Vesturlöndum hafa miklar áhyggjur af því að Xi ætli að aðstoða Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu. Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa rætt sín á milli um að senda Rússum vopn og skotfæri, sem þá skortir. Sjá einnig: Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína Kínverjar hafa hingað til ekki viljað fordæma innrás Rússa í Úkraínu en Kínverjar sátu til að mynda hjá þegar innrásin var nýverið fordæmd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fregnir bárust svo af því fyrr á árinu að Xi ætlaði í heimsókn til Moskvu og var talið að af henni yrði í apríl eða í maí. Nú segir Reuters að Xi muni mögulega fara til Rússlands í næstu viku. Þar muni Xi funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en þeir hafa áður hist 39 sinnum.
Suður-Kínahaf Kína Sádi-Arabía Íran Bandaríkin Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira