Charlie er samningsbundinn Manchester United en var lánaður til C-deildarliðsins Forest Green Rovers í janúar. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið þegar það tók á móti Bristol Rovers á laugardaginn.
Á sama tíma var Robbie álitsgjafi í sjónvarpsþættinum BT Sport Score þar sem fylgst er með stöðunni í leikjunum í ensku deildunum.
Þegar Robbie sá að Charlie hefði skorað fyrir Forest Green gat hann ekki leynt gleði sinni. „Jááááá! Strákurinn minn hefur skorað!“ sagði Robbie í sæluvímu.
"My boy has scored!"
— BT Sport Score (@btsportscore) March 11, 2023
The heartwarming moment @RobbieSavage8 realises his son Charlie has scored his first senior goal for @FGRFC_Official. pic.twitter.com/1nFQS7yGGT
Mark Charlies dugði Forest Green þó skammt því Bristol Rovers vann leikinn, 3-1. Forest Green er á botni C-deildarinnar og hefur ekki unnið í síðustu fimmtán leikjum sínum.
Charlie, sem er nítján ára, hefur leikið einn leik fyrir aðallið United, eitthvað sem föður hans tókst aldrei. Robbie átti þó fínasta feril með liðum á borð við Leicester City og Blackburn Rovers.