Erlent

Kviknaði í 21 bíl eftir árekstur í Ungverjalandi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. epa

Að minnsta kosti 36 slösuðust eftir árekstur á hraðbraut í Ungverjalandi þar sem kviknaði í 21 bíl. 

Slysið varð á hraðbraut skammt frá Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. Alls lentu 43 ökutæki í árekstrinum, þar af sex vörubílar. Þá kviknaði, eins og áður segir, í 21 bíl.

Samkvæmt ungverska fjölmiðlinum Blikk eru 36 slasaðir, 13 alvarlega og einn í lífshættu. Umferð var stöðvuð í kjölfarið og björgunaraðgerðir standa yfir. 

Umferð var stöðvuð í báðar áttir.EPA


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×