Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 09:07 Rannsóknarlögreglumenn við byggingu votta Jehóva í Hamborg í norðanverðu Þýskalandi í morgun. AP/Steven Hutchings/Tnn/dpa Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. Fleiri eru særðir, sumir þeirra alvarlega, eftir skotárásina í gærkvöldi. Lögregla segir að svo virðist sem að byssumaðurinn sjálfur sé á meðal þeirra átta sem eru látnir. AP-fréttastofan segir að rannsóknarlögreglumenn hafi unnið á vettvangi í alla nótt. Yfirvöld í Hamborg hafa boðað til blaðamannafundar um árásina klukkan 11:00 í dag. Ríkissalur votta er í Gross Borstel-hverfinu, nokkra kílómetra frá miðborg Hamborgar. Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan 21:15 að staðartíma í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn komu á staðinn fundu þeir fólk með skotsár á jarðhæðinni. Þeir heyrðu byssuhvell á hæð fyrir ofan þá og fundu helsærðan mann sem kann að hafa verið byssumaðurinn. Íbúar í nágrenninu fengu skilaboð í síma sína um lífshættulegar aðstæður og var svæðið í kringum vettvanginn lokað af. Nágrannar segja AP að þeir hafi heyrt fjölda byssuhvella. Einn þeirra myndaði mann sem skaut ítrekað í gegnum glugga á annarri hæð. Hann segist hafa heyrt á þriðja tug hvella. Um fimm mínútum síðar, eftir að lögregla var komin á staðinn, hafi einn hvellur heyrst til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, lýsti skotárásinni í Hamborg í gærkvöldi sem „hrottalegu ofbeldisverki“. Vottar Jehóva sögðu í yfirlýsingu að samfélag þeirra væri slegið yfir hræðilegri árásinni á trúbræður þeirra eftir guðsþjónustu í Hamborg. Ströng skotvopnalöggjöf er í Þýskalandi en þrátt fyrir það hafa mannskæðar skotárásir átt sér stað þar á undanförnum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hægriöfgamaður skaut níu manns til bana, þar á meðal tyrkneska innflytjendur, í Hanau áður en hann skaut sjálfan sig og móður sína í febrúar árið 2020. Byssumaður skaut tvo til bana fyrir utan bænahús gyðinga í borginni Halle á friðþægingardegi gyðinga í október 2019. Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Fleiri eru særðir, sumir þeirra alvarlega, eftir skotárásina í gærkvöldi. Lögregla segir að svo virðist sem að byssumaðurinn sjálfur sé á meðal þeirra átta sem eru látnir. AP-fréttastofan segir að rannsóknarlögreglumenn hafi unnið á vettvangi í alla nótt. Yfirvöld í Hamborg hafa boðað til blaðamannafundar um árásina klukkan 11:00 í dag. Ríkissalur votta er í Gross Borstel-hverfinu, nokkra kílómetra frá miðborg Hamborgar. Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan 21:15 að staðartíma í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn komu á staðinn fundu þeir fólk með skotsár á jarðhæðinni. Þeir heyrðu byssuhvell á hæð fyrir ofan þá og fundu helsærðan mann sem kann að hafa verið byssumaðurinn. Íbúar í nágrenninu fengu skilaboð í síma sína um lífshættulegar aðstæður og var svæðið í kringum vettvanginn lokað af. Nágrannar segja AP að þeir hafi heyrt fjölda byssuhvella. Einn þeirra myndaði mann sem skaut ítrekað í gegnum glugga á annarri hæð. Hann segist hafa heyrt á þriðja tug hvella. Um fimm mínútum síðar, eftir að lögregla var komin á staðinn, hafi einn hvellur heyrst til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, lýsti skotárásinni í Hamborg í gærkvöldi sem „hrottalegu ofbeldisverki“. Vottar Jehóva sögðu í yfirlýsingu að samfélag þeirra væri slegið yfir hræðilegri árásinni á trúbræður þeirra eftir guðsþjónustu í Hamborg. Ströng skotvopnalöggjöf er í Þýskalandi en þrátt fyrir það hafa mannskæðar skotárásir átt sér stað þar á undanförnum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hægriöfgamaður skaut níu manns til bana, þar á meðal tyrkneska innflytjendur, í Hanau áður en hann skaut sjálfan sig og móður sína í febrúar árið 2020. Byssumaður skaut tvo til bana fyrir utan bænahús gyðinga í borginni Halle á friðþægingardegi gyðinga í október 2019.
Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira